Innlent

Vísa gagnrýni á bug

Ríkislögreglustjóri segir verklagsreglur lögreglu við eftirför og stöðvun ökutækja skýrar og tekur ekki undir gagnrýni Landssambands lögreglumanna þess efnis að óvissa ríki um hvað lögreglumönnum sé heimilt eða óheimilt þegar stöðva þarf ökutæki. Í kjölfar dóms yfir lögreglumanni sem stöðvaði ökumann bifhjóls, sem grunaður var um lögbrot, með því að leggja bíl þvert á akstursstefnu bifhjólamannsins hefur Landssamband lögreglumanna gagnrýnt að reglur séu óskýrar en undir það er ekki tekið af hálfu Ríkislögreglustjóra. Segir í fréttatilkynningu að ætíð sé erfitt að vega og meta aðstæður hverju sinni en reglan sé að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni og að ákveðnar reglur hafi gilt varðandi slík mál um árabil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×