Erlent

Stórtap Berlusconis?

Svo virðist sem Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hafi beðið afhroð í sveitastjórnarkosningum sem lauk í landinu í dag. Kosningarnar hafa farið fram í skugganum af andláti páfa en samkvæmt útgönguspám sem birtust nú síðdegis hefur bandalag miðju- og vinstriflokka, undir forystu Romanos Prodis, fyrrverandi forseta Evrópusambandsins, unnið mikinn sigur og náð völdum í ellefu af þeim þrettán héruðum sem kosið var um. Þetta er mikið áfall fyrir Berlusconi og ríkisstjórn hans sem sigruðu aðeins í tveimur héruðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×