Einstakt mál í sænskri réttarsögu
Tveir Írakar á þrítugsaldri voru í dag ákærðir í Svíþjóð fyrir að skipuleggja sjálfsmorðsárás sem kostaði á annað hundrað manns lífið í Erbil í norðurhluta Íraks. Þeir eru sakaðir um að hafa safnað tæplega hundrað og fimmtíu þúsund bandaríkjadölum fyrir hryðjuverkasamtökin Ansar al-Islam í Írak. Mál af þessum toga hefur aldrei komið til kasta sænskra dómstóla áður. Ákærðu neita sök en sönnunargögnin byggjast á símahlerunum og tölvupóstsendingum.