Innlent

Verklagsreglur lögreglu skýrar

MYND/Róbert
Ríkislögreglustjóri segir að verklagsreglur lögreglumanna við að veita ökumönnum eftirför, og stöðva þá ef til vill, séu alveg skýrar en lögreglumenn hafa haldið hinu gagnstæða fram. Mikilvæg regla í þessu sambandi er að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni, segir ríkislögreglustjóri. Tilefni þess að ríkislögreglustjóri vekur athygli á þessu eru ummæli lögreglumanna um óljósar vinnureglur í svona tilvikum í kjölfar nýgengins dóms þar sem lögreglumaður var sakfelldur fyrir að hafa stöðvað ökumann bifhjóls með því að aka lögreglubíl í veg fyrir hann með þeim afleiðingum að ökumaður vélhjólsins slasaðist. Hann hafði áður hundsað stöðvunarmerki lögreglu og var grunaðu um ofsaakstur. Ríkislögreglustjóri leggur annars ekki mat á réttmæti vinnubragða lögreglumannsins heldur vísar á nýlega endurskoðaðar reglur um þess háttar. Hann segir að lögreglan þurfi ætíð í störfum sínum að vega og meta annars vegar hversu brýn sú þörf er að stemma stigu við ólögmætri hegðun og upplýsa afbrot, og hins vegar að meta þá hættu sem skapast getur af nauðsynlegri lögregluaðgerð eins og eftirför.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×