Erlent

Talsmaður þingsins loks valinn

Talsmaður írakska þingsins hefur loks verið valinn eftir margra daga samningaviðræður. Súnnítinn Hajim Al-Hassani varð fyrir valinu og þar með hefur verið staðið við það loforð að súnnítar fengju með einhverjum hætti að koma að myndun nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Þegar hafði verið ákveðið að Kúrdinn Jalal Talabani yrði næsti forseti landsins og sjítinn Ibrahim Al-Jafaari skyldi verða næsti forsætisráðherra. Búist er við að tilkynnt verði formlega um valið á þeim á næstu dögum. Þar með virðist loks stefna í að hægt verði að hefja störf við nýja stjórnarskrá í Íak, réttum tveim mánuðum eftir að kosningar fóru fram í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×