Meirihluti lögreglubíla er úreltur 4. apríl 2005 00:01 Sé miðað við þær reglur sem gilda um lögreglubifreiðar víða á Norðurlöndunum er meirihluti lögreglubifreiða hérlendis úreldur þrátt fyrir að sérstakt átak í bílamálum hafi nú staðið yfir í rúm fimm ár hjá Ríkislögreglustjóra. Eru þess dæmi að hér séu í notkun fimmtán ára gamlir bílar og allnokkrir sem keyrðir hafa verið vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra. Þau tvö meginviðmið sem lögregluyfirvöld settu sér þegar átak um endurnýjun bílaflotans hófst fyrir fimm árum var að engir lögreglubílar yrðu eldri en fimm ára og engum ekið mikið meira en 300 þúsund kílómetra alls. Samkvæmt athugunum Fréttablaðsins eru enn rúmlega 90 ökutæki lögreglunnar í landinu árgerð 2000 eða eldri og elsti bíllinn sem enn er í umferð er frá árinu 1989. Jón F. Bjartmarz hjá Ríkislögreglustjóra, sem hefur yfirumsjón með bílamálum lögreglu í landinu, segir þessar tölur fjarri lagi. Hið rétta sé að 42 ökutæki séu af árgerð 2000 eða eldri en bílafloti lögreglunnar telur alls rúmlega 150 bíla. Samkvæmt skrám bílamiðstöðvar lögreglunar eru um 15 bílar í notkun sem ekið hefur verið meira en 300 þúsund kílómetra og hefur blaðið heimildir fyrir því að allnokkrir þeirra séu komnir vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra akstur. Óumdeilt er hins vegar meðal lögreglumanna að staðan hefur batnað til muna hin síðustu ár og þá sérstaklega varðandi tækjabúnað. Jón segir fullan vilja að halda áfram uppbyggingu bílaflotans en skrefin séu minni en vonast var til í upphafi. "Ýmislegt hefur orðið til þess að endurnýjun er ekki eins hröð og við vildum. Flotinn var nánast alveg ónýtur þegar við tókum við árið 2000 og ýmis búnaður kominn vel til ára sinna. Einnig hefur hin síðari ár bæði verð á bílunum og rekstarkostnaðurinn aukist umfram það sem við áttum von á en við gælum engu að síður við að markmið okkar um að allur flotinn verði nýr og innan þeirra marka sem við setjum verði orðin að raunveruleika eftir þrjú til fjögur ár." Áætlað er að 23 ný ökutæki verði tekin í notkun á þessu ári og munu þá að líkindum síðustu svokölluðu "Svörtu maríurnar" hverfa af vegum landsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Sé miðað við þær reglur sem gilda um lögreglubifreiðar víða á Norðurlöndunum er meirihluti lögreglubifreiða hérlendis úreldur þrátt fyrir að sérstakt átak í bílamálum hafi nú staðið yfir í rúm fimm ár hjá Ríkislögreglustjóra. Eru þess dæmi að hér séu í notkun fimmtán ára gamlir bílar og allnokkrir sem keyrðir hafa verið vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra. Þau tvö meginviðmið sem lögregluyfirvöld settu sér þegar átak um endurnýjun bílaflotans hófst fyrir fimm árum var að engir lögreglubílar yrðu eldri en fimm ára og engum ekið mikið meira en 300 þúsund kílómetra alls. Samkvæmt athugunum Fréttablaðsins eru enn rúmlega 90 ökutæki lögreglunnar í landinu árgerð 2000 eða eldri og elsti bíllinn sem enn er í umferð er frá árinu 1989. Jón F. Bjartmarz hjá Ríkislögreglustjóra, sem hefur yfirumsjón með bílamálum lögreglu í landinu, segir þessar tölur fjarri lagi. Hið rétta sé að 42 ökutæki séu af árgerð 2000 eða eldri en bílafloti lögreglunnar telur alls rúmlega 150 bíla. Samkvæmt skrám bílamiðstöðvar lögreglunar eru um 15 bílar í notkun sem ekið hefur verið meira en 300 þúsund kílómetra og hefur blaðið heimildir fyrir því að allnokkrir þeirra séu komnir vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra akstur. Óumdeilt er hins vegar meðal lögreglumanna að staðan hefur batnað til muna hin síðustu ár og þá sérstaklega varðandi tækjabúnað. Jón segir fullan vilja að halda áfram uppbyggingu bílaflotans en skrefin séu minni en vonast var til í upphafi. "Ýmislegt hefur orðið til þess að endurnýjun er ekki eins hröð og við vildum. Flotinn var nánast alveg ónýtur þegar við tókum við árið 2000 og ýmis búnaður kominn vel til ára sinna. Einnig hefur hin síðari ár bæði verð á bílunum og rekstarkostnaðurinn aukist umfram það sem við áttum von á en við gælum engu að síður við að markmið okkar um að allur flotinn verði nýr og innan þeirra marka sem við setjum verði orðin að raunveruleika eftir þrjú til fjögur ár." Áætlað er að 23 ný ökutæki verði tekin í notkun á þessu ári og munu þá að líkindum síðustu svokölluðu "Svörtu maríurnar" hverfa af vegum landsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira