Innlent

Harma dóm yfir lögreglumanni

Landssamband lögreglumanna harmar dóm sem féll í máli lögreglumanns sem sakfelldur var í Héraðsdómi Reykjavíkur nýlega fyrir brot í starfi. Lögreglumaðurinn ók í veg fyrir bifhjól sem hann var að elta með þeim afleiðingum að maður á hjólinu slasaðist nokkuð og taldi héraðsdómur að lögreglumaðurinn hefði ekki fylgt reglum um neyðarakstur heldur af gáleysi stefnt ökumanni bifhjólsins í hættu. Landssambandið telur að lögreglumaðurinn hafi unnið starf sitt í samræmi við það verklag sem tíðkast hefur hjá lögreglunni og tekur fram að vinnuumhverfi lögreglumanna sé oft á tíðum erfitt og algegnt sé að þeir verið að taka ákvarðanir á ögurstundu. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar en Landssambandið óttast að sama dómsniðurstaða muni valda lögreglunni óvissu um hvernig eigi að stöðva bifreiðar sem sinna ekki stöðvunarmerkjum lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×