Innlent

Fangelsisyfirvöld breyttu ranglega

Umboðsmaður Alþingis segir fangelsisyfirvöld ekki hafa brugðist rétt við þegar þau ákváðu að setja fanga á Litla-Hrauni í 78 klukkustunda einangrun. Fanginn kvartaði yfir því að hann fengi ekki almenna heilbrigðisþjónustu í fangelsinu og sagði að yrði ekki bætt úr því eða hann fluttur í annað fangelsi kynni hann að taka eigið líf eða annarra. Umboðsmaður biður dóms- og kirkjumálaráðuneytið að bæta úr vinnuferlum hjá fangelsisyfirvöldum svo bregðast megi rétt við slíkum aðstæðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×