ÍBV sigraði Víking

ÍBV sigraði Víking, í Eyjum, með 30 mörkum gegn 27 í 8-liða úrslitum DHL deildarinnar í handknattleik kvenna, en Víkingsstúlkur leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 14-17. Alla Gokorian átti frábæran leik fyrir Eyjastúlkur og skoraði 13 mörk en Anastasia Patsion gerði 5. Hjá Víkingum var Margrét Elín Egilsdóttir allt í öllu og gerði 10 mörk og Ásta Björk Agnarsdóttir gerði 7.