Skinntöskur sem vekja athygli 31. mars 2005 00:01 Heildverslunin Karon ehf. er þekktust fyrir mikið úrval af heilsuvörum en fyrir síðustu jól hóf verslunin innflutning á töskum í ýmsum stærðum og gerðum frá Suður-Afríku. Eins og margir vita hefur afrískra áhrifa gætt í tískunni undanfarin misseri og virðist sá stíll kominn til að vera. Töskurnar frá Karon fylgja því vel stefnum og straumum í tískunni en þær eru úr antilópu- eða nautsskinni. "Þetta eru rosalega flottar töskur og þær hafa verið gríðarlega vinsælar. Þær vekja mikla athygli. Við munum væntanlega fá meira af þessum töskum sem og belti og púða í sama stíl og skinnin sjálf," segir Dögg Káradóttir hjá Karon. Töskurnar eru bæði fáanlegar ólitaðar og í öllum regnbogans litum og handverkið við þær er allt einstaklega vandað. Verðið á töskunum er frá 29.900 krónum en útsölustaðir þeirra eru Sand í Kringlunni, GK á Laugavegi, Anas í Firðinum og Leonard. Hægt er að skoða töskurnar á heimasíðu Karon ehf., karon.is. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Heildverslunin Karon ehf. er þekktust fyrir mikið úrval af heilsuvörum en fyrir síðustu jól hóf verslunin innflutning á töskum í ýmsum stærðum og gerðum frá Suður-Afríku. Eins og margir vita hefur afrískra áhrifa gætt í tískunni undanfarin misseri og virðist sá stíll kominn til að vera. Töskurnar frá Karon fylgja því vel stefnum og straumum í tískunni en þær eru úr antilópu- eða nautsskinni. "Þetta eru rosalega flottar töskur og þær hafa verið gríðarlega vinsælar. Þær vekja mikla athygli. Við munum væntanlega fá meira af þessum töskum sem og belti og púða í sama stíl og skinnin sjálf," segir Dögg Káradóttir hjá Karon. Töskurnar eru bæði fáanlegar ólitaðar og í öllum regnbogans litum og handverkið við þær er allt einstaklega vandað. Verðið á töskunum er frá 29.900 krónum en útsölustaðir þeirra eru Sand í Kringlunni, GK á Laugavegi, Anas í Firðinum og Leonard. Hægt er að skoða töskurnar á heimasíðu Karon ehf., karon.is.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira