Vilja vita ef Fischer fer úr landi 30. mars 2005 00:01 Bandaríkjamenn hafa farið fram á það að vera látnir vita ef Bobby Fischer fer úr landi. Þessu var komið á framfæri í gegnum alþjóðalögregluna Interpol, sem sendi ríkislögreglustjóra bréf. Auk þess var óskað eftir staðfestingu á veru Fischers hér á landi. Íslensk yfirvöld hafa ekki svarað beiðninni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru engar líkur á því að þau muni samþykkja að verða við henni því ekki er vaninn að fylgjast með ferðum íslenskra ríkisborgara. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær að beiðni Bandaríkjamanna væri ekki einungis formsatriði. "Þetta er meira en það, vegna þess að farið er fram á að upplýst verði ef Fischer ferðast úr landi. Þar með gætu Bandaríkjamenn óskað eftir því að hann yrði handtekinn í öðrum löndum. Hann ætti þá erfitt með að komast héðan," sagði Davíð. "Fischer verður ekki framseldur til Bandaríkjanna og Bandaríkjamönnum var gert grein fyrir því strax í upphafi. Þeir vita það vel," segir Davíð. Samkvæmt íslenskum lögum er ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara til annarra landa. James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði í gær að mál Fischers væri til meðferðar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og hann gæti ekki tjáð sig nánar um hvort ætlunin væri að krefjast framsals Fischers. Gadsden sagði aðspurður að vonbrigði Bandaríkjamanna yfir því að Íslendingar hefðu veitt Fischer ríkisborgararétt myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna tveggja. "Við lítum á Ísland sem náinn bandamann Bandaríkjanna og það hefur ekki breyst," sagði hann. Davíð sagðist ekki telja að málið myndi hafa áhrif á samskipti ríkjanna. "Við höfum alltaf gert grein fyrir því að þetta sé gert af mannúðarástæðum og við erum ekki að taka afstöðu með þeim margvíslegu yfirlýsingum sem Fischer hefur gefið í gegnum tíðina og okkur þykja á marga lund ósmekklegar og ósanngjarnar mjög." Talsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki getað tjáð sig um málefni Fischers. "Hvenær sem um er að ræða ákæru á hendur einstaklingi vegna lögbrots vonumst við alltaf til þess að hann verði framseldur. Hvort af því verður fer hins vegar eftir ýmsu, svo sem hvar hinn ákærði er niðurkominn," sagði hann. Dómsmálaráðuneytið hefur nú beiðni Bandaríkjamanna til athugunar en Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki tjá sig um efnisatriði bréfsins frá Interpol. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Bandaríkjamenn hafa farið fram á það að vera látnir vita ef Bobby Fischer fer úr landi. Þessu var komið á framfæri í gegnum alþjóðalögregluna Interpol, sem sendi ríkislögreglustjóra bréf. Auk þess var óskað eftir staðfestingu á veru Fischers hér á landi. Íslensk yfirvöld hafa ekki svarað beiðninni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru engar líkur á því að þau muni samþykkja að verða við henni því ekki er vaninn að fylgjast með ferðum íslenskra ríkisborgara. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær að beiðni Bandaríkjamanna væri ekki einungis formsatriði. "Þetta er meira en það, vegna þess að farið er fram á að upplýst verði ef Fischer ferðast úr landi. Þar með gætu Bandaríkjamenn óskað eftir því að hann yrði handtekinn í öðrum löndum. Hann ætti þá erfitt með að komast héðan," sagði Davíð. "Fischer verður ekki framseldur til Bandaríkjanna og Bandaríkjamönnum var gert grein fyrir því strax í upphafi. Þeir vita það vel," segir Davíð. Samkvæmt íslenskum lögum er ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara til annarra landa. James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði í gær að mál Fischers væri til meðferðar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og hann gæti ekki tjáð sig nánar um hvort ætlunin væri að krefjast framsals Fischers. Gadsden sagði aðspurður að vonbrigði Bandaríkjamanna yfir því að Íslendingar hefðu veitt Fischer ríkisborgararétt myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna tveggja. "Við lítum á Ísland sem náinn bandamann Bandaríkjanna og það hefur ekki breyst," sagði hann. Davíð sagðist ekki telja að málið myndi hafa áhrif á samskipti ríkjanna. "Við höfum alltaf gert grein fyrir því að þetta sé gert af mannúðarástæðum og við erum ekki að taka afstöðu með þeim margvíslegu yfirlýsingum sem Fischer hefur gefið í gegnum tíðina og okkur þykja á marga lund ósmekklegar og ósanngjarnar mjög." Talsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki getað tjáð sig um málefni Fischers. "Hvenær sem um er að ræða ákæru á hendur einstaklingi vegna lögbrots vonumst við alltaf til þess að hann verði framseldur. Hvort af því verður fer hins vegar eftir ýmsu, svo sem hvar hinn ákærði er niðurkominn," sagði hann. Dómsmálaráðuneytið hefur nú beiðni Bandaríkjamanna til athugunar en Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki tjá sig um efnisatriði bréfsins frá Interpol.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu