Innlent

Ofurölvi undir stýri

Áfengismagn í blóði manns, sem tekinn var úr umferð á Akranesi í fyrrinótt, reyndist margfalt yfir því hámarki sem miðað er við þegar menn eru sviptir ökuréttindum vegna ölvunaraksturs og líklega eitthvert það mesta sem mælst hefur. Samkvæmt viðurkenndum áfengismæli var áfengismagn í blóði ökumannsins 3,25 en má ekki fara yfir 0,5 til þess að ökumenn séu sviptir réttindum. Það má því segja að mælirinn hafi sýnt hversu mikið blóð var í áfenginu en ekki hversu mikið áfengi var í blóðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×