Innlent

Kona í einangrun á Litla-Hrauni

MYND/Vísir
Kvenfangi á fimmtugsaldri, sem afplánar dóm fyrir manndráp, var settur fyrirvaralaust og án þess að hafa brotið af sér í einangrun á Litla-Hrauni á miðvikudag. Fanginn, sem hefur dvalið í kvennafangelsinu í Kópavogi, hefur ekki fengið aðrar skýringar á flutningnum en þær að hugmyndir séu uppi um að vista konur, sem afplána langa dóma, í auknum mæli fyrir austan. Hún væri óumbeðið frumkvöðull í málefnum langtímafanga þar sem innan skamms myndu bæði kynin afplána dóma sína á Hrauninu. Hún nýtur hins vegar ekki sömu réttinda og karlfangar. Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×