Segja Stöð 2 hafa stýrt heimkomu Fischers 25. mars 2005 00:01 Velunnarar Bobbys Fischers fara hörðum orðum um framgöngu Stöðvar 2 við heimkomu skákmeistarans og segja stöðina hafa stolið senunni. Í yfirlýsingu sem Einar S. Einarsson sendi frá sér segir að lögregla hafi tekið við fyrirmælum frá fréttastjóra Stöðvar 2 en ekki frá Fischer nefndinni. Ennfremur segir að það hljóti að vera algjört einsdæmi að fréttamiðill taki atburðarásina i eigin hendur af skipuleggjendum og stýri framvindu atburðar til að geta setið einn að hitunni. Yfirlýsing Einars S. Einarssonar:"Eins og fréttamenn ykkar og aðrir viðstaddur tóku eftir fórl mótttökuathöfn við komu Bobby Fischer og unnustu hans Miyoko Watai því miður úr skorðum og öll úr böndum vegna afskipta fréttastjóra Stöðvar 2, Páls Magnússonar, en aðilar á hennar vegum kostaði einkaþotu með Fischer til landsins. Það hlýtur að vera algjört einsdæmi að fréttamiðill taka atburðarásina í eigin hendur af skipuleggjendum og stýri framvindu atburðar til að geta setið einn að hitunni. Þannig var lagt fyrir Fischer að strunsa fram hjá velunnurum sínum í móttökunefndinn beint að bifreið sem stóð tilbúnin skammt frá flugvélinni svo aðrir fréttamiðlar, ljósmyndarar, sjónvarpsstöðar næðu sem fæstum myndum af því er hann steig á íslenska grund. Var honum og fylgdarmönnum hans síðan ekið á brott, farið með hann í smárúnt um nágrennið. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, sem var á vettvangi ásamt mönnum sínum, hafði látið girða komusvæði af með gulum limböndum og gert sitt til að hafa gott skipulag á hlutunum fyrirfram. En svo þegar vélin var lent fór þetta all öðruvísi en ráð var fyrir ger, því því miður misskildi Geir Jón hrapalega hlutina og tók við fyrirmælum frá fréttastjóra Stöðvar 2 (kostendum flugvélarinnar) en ekki frá Fischer nefndinni, sem unnið hefur að frelsun Fischer og stóð fyrir komu hans til landsins og smámóttökuathöfn án ræðuhalda. Eftir að hafa farið um borð um þotuna með tollvörðum kom Geir Jón til baka með þau skilaboð að Fischer væri svo örþreyttur að hann treysti sér ekki til að taka í hönd okkar 7 sem biðu hans til að bjóða hann velkominn, allt því í umboði stjórnvalda, sem veitt höfðu honum ríkisborgara rétt. Síðan gerist það að þegar Fischer gengur niður landganginn þá bregður svo við að það er enginn annar fréttamaður Stöðvar 2 sem hleypur fram og fram hjá lögreglunni, ríkur að Fischer og fer að spyrja hinn "örþreytta" ferðalang spurninga. Við þetta riðlaðist allt skipulag og fleiri hlupu fram og inn á hið afmarkaða svæði og lögreglan réði ekki við neitt. Til hafði staðið að móttökunefndarinnar hálfu að afhenda Fischer ríkisfangsbréf sitt, sem táknrænan vott þess að hann væri orðinn Íslendingur, en af því varð ekki og það bíður því betri tíma. Þau skilaboð voru hins vegar látin ganga til okkar stuðningsmannanna að Fischer myndi koma aftur og yrði á hótel Loftleiðum eftir15-20 mínútur og þá gæti mótttökuathöfnin út af fyrir sig farið fram. Þetta gekk eftir Stöðvar 2 menn, sem höfðu nánast rænt kappanum um stundarsakir, (honum hefur verið kidnappt áður) komu með Fischer aftur að Flugvélinni og mynduðu hann þar einir fréttastofa, þegar hann gekk á land í annað sinn, eftir aðrir fréttamiðlar voru búnir að pakka saman og horfnir af vettvangi. Eftir það kom síðan Fischer ásamt Sæmundi góðvini sínum inn á Hótel Loftleiðir og heilsaði öllum sem þar biðu hans með virtum og var hinn hressasti og síður en svo að niðurlötum kominn, en auðvitað þreyttur og feginnn því að komast í svítuna sína góðu sem hann gisti 1972 til að taka á sig ró." Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Velunnarar Bobbys Fischers fara hörðum orðum um framgöngu Stöðvar 2 við heimkomu skákmeistarans og segja stöðina hafa stolið senunni. Í yfirlýsingu sem Einar S. Einarsson sendi frá sér segir að lögregla hafi tekið við fyrirmælum frá fréttastjóra Stöðvar 2 en ekki frá Fischer nefndinni. Ennfremur segir að það hljóti að vera algjört einsdæmi að fréttamiðill taki atburðarásina i eigin hendur af skipuleggjendum og stýri framvindu atburðar til að geta setið einn að hitunni. Yfirlýsing Einars S. Einarssonar:"Eins og fréttamenn ykkar og aðrir viðstaddur tóku eftir fórl mótttökuathöfn við komu Bobby Fischer og unnustu hans Miyoko Watai því miður úr skorðum og öll úr böndum vegna afskipta fréttastjóra Stöðvar 2, Páls Magnússonar, en aðilar á hennar vegum kostaði einkaþotu með Fischer til landsins. Það hlýtur að vera algjört einsdæmi að fréttamiðill taka atburðarásina í eigin hendur af skipuleggjendum og stýri framvindu atburðar til að geta setið einn að hitunni. Þannig var lagt fyrir Fischer að strunsa fram hjá velunnurum sínum í móttökunefndinn beint að bifreið sem stóð tilbúnin skammt frá flugvélinni svo aðrir fréttamiðlar, ljósmyndarar, sjónvarpsstöðar næðu sem fæstum myndum af því er hann steig á íslenska grund. Var honum og fylgdarmönnum hans síðan ekið á brott, farið með hann í smárúnt um nágrennið. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, sem var á vettvangi ásamt mönnum sínum, hafði látið girða komusvæði af með gulum limböndum og gert sitt til að hafa gott skipulag á hlutunum fyrirfram. En svo þegar vélin var lent fór þetta all öðruvísi en ráð var fyrir ger, því því miður misskildi Geir Jón hrapalega hlutina og tók við fyrirmælum frá fréttastjóra Stöðvar 2 (kostendum flugvélarinnar) en ekki frá Fischer nefndinni, sem unnið hefur að frelsun Fischer og stóð fyrir komu hans til landsins og smámóttökuathöfn án ræðuhalda. Eftir að hafa farið um borð um þotuna með tollvörðum kom Geir Jón til baka með þau skilaboð að Fischer væri svo örþreyttur að hann treysti sér ekki til að taka í hönd okkar 7 sem biðu hans til að bjóða hann velkominn, allt því í umboði stjórnvalda, sem veitt höfðu honum ríkisborgara rétt. Síðan gerist það að þegar Fischer gengur niður landganginn þá bregður svo við að það er enginn annar fréttamaður Stöðvar 2 sem hleypur fram og fram hjá lögreglunni, ríkur að Fischer og fer að spyrja hinn "örþreytta" ferðalang spurninga. Við þetta riðlaðist allt skipulag og fleiri hlupu fram og inn á hið afmarkaða svæði og lögreglan réði ekki við neitt. Til hafði staðið að móttökunefndarinnar hálfu að afhenda Fischer ríkisfangsbréf sitt, sem táknrænan vott þess að hann væri orðinn Íslendingur, en af því varð ekki og það bíður því betri tíma. Þau skilaboð voru hins vegar látin ganga til okkar stuðningsmannanna að Fischer myndi koma aftur og yrði á hótel Loftleiðum eftir15-20 mínútur og þá gæti mótttökuathöfnin út af fyrir sig farið fram. Þetta gekk eftir Stöðvar 2 menn, sem höfðu nánast rænt kappanum um stundarsakir, (honum hefur verið kidnappt áður) komu með Fischer aftur að Flugvélinni og mynduðu hann þar einir fréttastofa, þegar hann gekk á land í annað sinn, eftir aðrir fréttamiðlar voru búnir að pakka saman og horfnir af vettvangi. Eftir það kom síðan Fischer ásamt Sæmundi góðvini sínum inn á Hótel Loftleiðir og heilsaði öllum sem þar biðu hans með virtum og var hinn hressasti og síður en svo að niðurlötum kominn, en auðvitað þreyttur og feginnn því að komast í svítuna sína góðu sem hann gisti 1972 til að taka á sig ró."
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira