Innlent

Flutt á sjúkrahús eftir bruna

Kona á sextugsaldri var flutt á slysadeild til skoðunar eftir að eldur kom upp í íbúð hennar á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði. Nágranni tilkynnti um eldinn klukkan korter yfir eitt í dag og var töluverður eldur í stofu íbúðarinnar þegar slökkvilið kom á staðinn. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá kerti í stofunni en ljóst er að eldsupptökin urðu ekki í sjónvarpstækinu þar sem það sprakk á meðan slökkviliðmennirnir unnu að því að ráða niðurlögum eldsins. Vel gekk að slökkva eldinn en töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni sökum eld, sóts og reyks. Ekki er grunur um íkveikju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×