Innlent

Fengu eins mánaðar fangelsi

Þrír Pólverjar, sem teknir voru í gær á Suðurlandi þar sem þeir voru í vinnu á tilskilinna atvinnuréttinda, voru í dag dæmdir í eins mánaðar fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára í Héraðsdómi Suðurlands. Lögregla fann þann fyrsta þegar hún stöðvaði mann fyrir of hraðan akstur, en Pólverjinn var farþegi í bílnum og var maðurinn að aka honum til vinnu. Reyndist Pólverjinn ekki vera með atvinnuréttindi og við athugun í höfuðstöðvum vinnuveitanda hans fundust tveir aðrir Pólverjar sem einnig störfuðu án atvinnuréttinda. Dæmdu tóku sér allir lögmætan frest til að ákveða hvort þeir myndu áfrýja dóminum eða una honum en þáttur atvinnurekandans sem hlut átti að máli verður afgreiddur strax eftir páska.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×