Áfram veginn 23. mars 2005 00:01 Mál bílamálanna í líðandi viku er án efa leitin sem gerð var að þremur ungmennum sem lentu í hremmingum á leið sinni suður Kjöl. Margir hafa orðið til að benda á mistök ferðahópsins eins og auðvelt er þegar aðrir eiga í hlut. Benda menn þá helst á hversu illa fólkið var búið fjarskiptatækjum. Ein CB, GSM, enginn NMT og ekki VHF heldur, hvað þá SSB. En þau voru samt með GPS. Þetta er alveg slatti af skammstöfunum! Til að snúa þessu yfir á mannamál skulum við kíkja á hvað þessar skammstafanir þýða: CB-(Citizen Band)talstöðvar eru mjög skammdrægar, 3-10 km í sjónlínu, og gagnast nær eingöngu til samskipta innan ferða- eða vinnuhópa. VHF (Very High Frequency) talstöðvar eru hins vegar langdrægari, allt að 100-150 km í sjónlínu. Auk þess eru endurvarpar um allt land á vegum til dæmis Ferðaklúbbsins 4x4 sem auka enn á drægnina. Mjög margir jeppamenn eru með svona stöðvar í bílum sínum og því ekki ólíklegt að beiðni um hjálp heyrist. NMT (Nordisk Mobile Telephone) er gamla góða farsímakerfið sem því miður á ekki mörg ár eftir ólifað. Drægni þess er um 100-150 km í sjónlínu og sendar eru staðsettir hér og þar um hálendið. Til samanburðar dregur GSM (Global System for Mobile communications) sími yfirleitt minna en 30 km og enga slíka senda er að finna á hálendinu. Nokkrir eru svo enn að nota gömlu Gufunesstöðvarnar, eða SSB (Single Side Band modulation). Drægni þeirra fer aðallega eftir loftnetslengd en þær hafa verið notaðar til að tala milli landshluta og jafnvel út fyrir landið. Eigendur bíla með allra stærstu loftnetin eru því ekki nauðsynlega geðveikir, heldur kannski bara forsjálir. GPS (Global Positioning System) er svo staðsetningartæki sem margir halda að sé nægur búnaður til að fara á fjöll. Það þarf þó að kunna á tækið til að það gagnist. Eins er algjör skylda að hafa áttavita og kort meðferðis, og kunna að nota hvort tveggja, því sá búnaður verður aldrei rafhlöðulaus. Jeppafólk grínast sín á milli um það hver sé með hæsta "dótastuðulinn". Enda minnir bíll með öllum tækjunum sem talin eru upp hér að ofan orðið töluvert á geimskutlu að innan. En er það ekki betra en að vera... utan þjónustusvæðis? Bílar Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Mál bílamálanna í líðandi viku er án efa leitin sem gerð var að þremur ungmennum sem lentu í hremmingum á leið sinni suður Kjöl. Margir hafa orðið til að benda á mistök ferðahópsins eins og auðvelt er þegar aðrir eiga í hlut. Benda menn þá helst á hversu illa fólkið var búið fjarskiptatækjum. Ein CB, GSM, enginn NMT og ekki VHF heldur, hvað þá SSB. En þau voru samt með GPS. Þetta er alveg slatti af skammstöfunum! Til að snúa þessu yfir á mannamál skulum við kíkja á hvað þessar skammstafanir þýða: CB-(Citizen Band)talstöðvar eru mjög skammdrægar, 3-10 km í sjónlínu, og gagnast nær eingöngu til samskipta innan ferða- eða vinnuhópa. VHF (Very High Frequency) talstöðvar eru hins vegar langdrægari, allt að 100-150 km í sjónlínu. Auk þess eru endurvarpar um allt land á vegum til dæmis Ferðaklúbbsins 4x4 sem auka enn á drægnina. Mjög margir jeppamenn eru með svona stöðvar í bílum sínum og því ekki ólíklegt að beiðni um hjálp heyrist. NMT (Nordisk Mobile Telephone) er gamla góða farsímakerfið sem því miður á ekki mörg ár eftir ólifað. Drægni þess er um 100-150 km í sjónlínu og sendar eru staðsettir hér og þar um hálendið. Til samanburðar dregur GSM (Global System for Mobile communications) sími yfirleitt minna en 30 km og enga slíka senda er að finna á hálendinu. Nokkrir eru svo enn að nota gömlu Gufunesstöðvarnar, eða SSB (Single Side Band modulation). Drægni þeirra fer aðallega eftir loftnetslengd en þær hafa verið notaðar til að tala milli landshluta og jafnvel út fyrir landið. Eigendur bíla með allra stærstu loftnetin eru því ekki nauðsynlega geðveikir, heldur kannski bara forsjálir. GPS (Global Positioning System) er svo staðsetningartæki sem margir halda að sé nægur búnaður til að fara á fjöll. Það þarf þó að kunna á tækið til að það gagnist. Eins er algjör skylda að hafa áttavita og kort meðferðis, og kunna að nota hvort tveggja, því sá búnaður verður aldrei rafhlöðulaus. Jeppafólk grínast sín á milli um það hver sé með hæsta "dótastuðulinn". Enda minnir bíll með öllum tækjunum sem talin eru upp hér að ofan orðið töluvert á geimskutlu að innan. En er það ekki betra en að vera... utan þjónustusvæðis?
Bílar Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira