Stoppar upp fiska og fugla 21. mars 2005 00:01 Haraldur hefur sérhæft sig í uppstoppun á laxfiskum og kveðst hafa alveg nóg að gera. Spurður hvort menn séu svona stoltir af veiðinni sinni að þeir láti stoppa hana upp svarar hann: "Já, oft hafa menn sett markið við 20 punda fiska en ég fæ líka stundum fiska sem einhver saga er bundin við." Hann segir verðið á uppstoppun fisks hlaupa á tugum þúsunda en þó ekki fara upp í hundrað. "Bæði er mikil vinna við þetta og eins er efniskostnaður mikill," segir hann og kveðst meðal annars nota lakk og aðrar vörur sem brúkaðar eru við boddýviðgerðir á bílum. En hvað notar hann í tróð? "Það er sérstakt frauð sem ég flyt inn í steyptum kubbum og tálga niður," svarar hann. Að sjálfsögðu finnst honum þetta skemmtilegt starf, annars væri hann ekki í því. "Ef ég verð leiður á fiskunum þá tek ég einn og einn fugl inn á milli," segir hann og brosir. Hann kveðst hafa byrjað að fikta við að stoppa upp fugla fyrir fimmtán árum en fiskauppstoppun hafi hann lært með því að vinna á verkstæðum bæði í Noregi og Ameríku. "Það er erfitt að komast í nám í þessu og svakalega dýrt en besti skólinn er á verkstæði hjá fagmanni," segir hann. Haraldur er keppnismaður. Lyftingarkeppnir áttu hug hans allan í 15 ár og ekkert annað komst að. Nú er hann að búa sig á heimsmeistaramót sem haldið verður í Springfield í Illinois í Bandaríkjunum en í fyrra fór hann á Evrópumeistaramót og náði titlinum Evrópumeistari í fiskauppstoppun. Í Springfield ætlar hann að sækja ýmis námskeið og draumurinn er að læra að tálga fiska út í tré en það segir hann mjög tímafreka vinnu. Í lokin er hann spurður hvernig íþróttamaður kunni við sig í svona kyrrsetustarfi og því svarar hann: "Ég fer í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku til að halda mér gangandi." Atvinna Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Haraldur hefur sérhæft sig í uppstoppun á laxfiskum og kveðst hafa alveg nóg að gera. Spurður hvort menn séu svona stoltir af veiðinni sinni að þeir láti stoppa hana upp svarar hann: "Já, oft hafa menn sett markið við 20 punda fiska en ég fæ líka stundum fiska sem einhver saga er bundin við." Hann segir verðið á uppstoppun fisks hlaupa á tugum þúsunda en þó ekki fara upp í hundrað. "Bæði er mikil vinna við þetta og eins er efniskostnaður mikill," segir hann og kveðst meðal annars nota lakk og aðrar vörur sem brúkaðar eru við boddýviðgerðir á bílum. En hvað notar hann í tróð? "Það er sérstakt frauð sem ég flyt inn í steyptum kubbum og tálga niður," svarar hann. Að sjálfsögðu finnst honum þetta skemmtilegt starf, annars væri hann ekki í því. "Ef ég verð leiður á fiskunum þá tek ég einn og einn fugl inn á milli," segir hann og brosir. Hann kveðst hafa byrjað að fikta við að stoppa upp fugla fyrir fimmtán árum en fiskauppstoppun hafi hann lært með því að vinna á verkstæðum bæði í Noregi og Ameríku. "Það er erfitt að komast í nám í þessu og svakalega dýrt en besti skólinn er á verkstæði hjá fagmanni," segir hann. Haraldur er keppnismaður. Lyftingarkeppnir áttu hug hans allan í 15 ár og ekkert annað komst að. Nú er hann að búa sig á heimsmeistaramót sem haldið verður í Springfield í Illinois í Bandaríkjunum en í fyrra fór hann á Evrópumeistaramót og náði titlinum Evrópumeistari í fiskauppstoppun. Í Springfield ætlar hann að sækja ýmis námskeið og draumurinn er að læra að tálga fiska út í tré en það segir hann mjög tímafreka vinnu. Í lokin er hann spurður hvernig íþróttamaður kunni við sig í svona kyrrsetustarfi og því svarar hann: "Ég fer í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku til að halda mér gangandi."
Atvinna Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira