Þjófnaðarhugbúnaði laumað í tölvur 20. mars 2005 00:01 Tölvunotendum stafar æ meiri ógn af óprúttnum náungum sem lauma hugbúnaði í tölvurnar þeirra eða reyna að plata út úr þeim viðkvæmar upplýsingar. Bandarískur sérfræðingur í tölvuöryggismálum segir einu vörn fólks gegn þessu að uppfæra vírusvarnir sínar reglulega. Steve Riley er einn helsti sérfræðingur Microsoft í veföryggismálum. Steve kemur fram á ráðstefnum víða um heim þar sem hann fjallar um þessi mál. Hann segir að helstu ógnirnar sem steðji að tölvueigendum séu einkum tvenns konar. Annars vegar stafi þeim mest hætta af svokölluðum njósnahugbúnaði sem ætlað er að komast fram hjá ýmsum vörnum í tölvunni. Hins vegar sé upplýsingaþjófnaður stundaður af miklu kappi. Fólk fá tölvupóst frá aðila sem virðist trúverðugur, eins og viðskiptabanka. Svo skrái fólk sig inn á heimasíðu en í raun skrái það sig inn á eitthvað sem árásarmaðurinn hafi sett upp. Fyrir stuttu var brotist inn á vefþjón fyrirtækis í Reykjavík þar sem tölvuþrjótar komu fyrir vefsíðu sem líktist innskráningarsíðu heimabanka stórs erlends banka. Um leið og notandi sló inn notendanafn og lykilorð á innskráningarsíðunni voru upplýsingarnar sendar á þrjú netföng úti í heimi og fengu óprúttnir náungar þannig aðgang að heimabanka viðkomandi. Steve segir að árásum sem þessum fjölgi ört og að fjöldi skipulagðra hópa stundi þessar árásir úti um allan heim. Netið sé án landamæra og heimsálfur geti verið á milli árásarmenn og fórnarlambsins. Steve segir að tölvueigendur þurfi að hafa nokkur atriði í huga svo verjast megi árásum tölvuþrjóta. Í fyrsta lagi verði fólk að nota eldvegg og öðru lagi að uppfæra vírusvarna- og gagnnjósnahugbúnað reglulega og tryggja að tölvan sé ætíð uppfærð. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Skilur vel að fólk bíði óþreyjufullt eftir fréttum Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Sjá meira
Tölvunotendum stafar æ meiri ógn af óprúttnum náungum sem lauma hugbúnaði í tölvurnar þeirra eða reyna að plata út úr þeim viðkvæmar upplýsingar. Bandarískur sérfræðingur í tölvuöryggismálum segir einu vörn fólks gegn þessu að uppfæra vírusvarnir sínar reglulega. Steve Riley er einn helsti sérfræðingur Microsoft í veföryggismálum. Steve kemur fram á ráðstefnum víða um heim þar sem hann fjallar um þessi mál. Hann segir að helstu ógnirnar sem steðji að tölvueigendum séu einkum tvenns konar. Annars vegar stafi þeim mest hætta af svokölluðum njósnahugbúnaði sem ætlað er að komast fram hjá ýmsum vörnum í tölvunni. Hins vegar sé upplýsingaþjófnaður stundaður af miklu kappi. Fólk fá tölvupóst frá aðila sem virðist trúverðugur, eins og viðskiptabanka. Svo skrái fólk sig inn á heimasíðu en í raun skrái það sig inn á eitthvað sem árásarmaðurinn hafi sett upp. Fyrir stuttu var brotist inn á vefþjón fyrirtækis í Reykjavík þar sem tölvuþrjótar komu fyrir vefsíðu sem líktist innskráningarsíðu heimabanka stórs erlends banka. Um leið og notandi sló inn notendanafn og lykilorð á innskráningarsíðunni voru upplýsingarnar sendar á þrjú netföng úti í heimi og fengu óprúttnir náungar þannig aðgang að heimabanka viðkomandi. Steve segir að árásum sem þessum fjölgi ört og að fjöldi skipulagðra hópa stundi þessar árásir úti um allan heim. Netið sé án landamæra og heimsálfur geti verið á milli árásarmenn og fórnarlambsins. Steve segir að tölvueigendur þurfi að hafa nokkur atriði í huga svo verjast megi árásum tölvuþrjóta. Í fyrsta lagi verði fólk að nota eldvegg og öðru lagi að uppfæra vírusvarna- og gagnnjósnahugbúnað reglulega og tryggja að tölvan sé ætíð uppfærð.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Skilur vel að fólk bíði óþreyjufullt eftir fréttum Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Sjá meira