Innlent

Ál er ekki nóg

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir ekki ráðlegt að leggja of mikla áherslu á að byggja upp áliðnaðinn í landinu. "Það er augljóst að ef af fyrirhugaðri stækkun í Straumsvík, Norðuráli og Fjarðaráli verður þá er álframleiðsla orðin svo stór hluti af útflutningstekjum okkar að það sé komið nóg. Fjölbreytileikinn er það sem skiptir máli og við megum ekki lenda í því að áliðnaðurinn sé orðinn svo mikilvægur að við verðum háð honum." Ráðherra þvertekur þó fyrir að verið sé að slá stóriðjuframkvæmdir af en segir nauðsynlegt að líta í fleiri áttir. "Á Iðnþingi var mér afhent fyrir hönd stjórnvalda tilboð frá hátækni iðnaðinum sem kallast Þriðja stoðin og gengur út á það að upplýsingatækni verði meginstoð í verðmætasköpun og gjaldeyristekjum árið 2010. Við munum fara yfir þetta tilboð og skoða það í mikilli alvöru hvernig stjórnvöld geta komið til móts við þessa atvinnugrein og stutt við hugvit, upplýsingatækni og líftækni. Nýstofnaður Tækniþróunarsjóður er hugsaður til að skapa fleiri atvinnutækifæri með þeim rannsóknum sem vísindasamfélagið vinnur að."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×