Innlent

Opinber embætti eign þjóðarinnar

Pólitískum ráðningum hefur fjölgað undanfarin ár, mögulega vegna langrar valdasetu núverandi stjórnvalda. Þetta sagði Ómar H. Kristmundsson, lektor í opinberri stjórnsýslu á fundi Félags stjórnmálafræðinga um pólitískar stöðuveitingar á laugardag. "Það er hugsanlegt að þeir gleyma því að opinber embætti eru ekki eign þeirra, heldur þjóðarinnar," sagði Ómar. Ómar sagði þetta gerast þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum og eftirlitsaðila. Hann kallaði því eftir hugarfarsbreytingu og umræðu um siðbót stjórnmálamanna. Þrátt fyrir að reglur séu til um auglýsingar um opinber störf, segir Ómar að ekki sé unnið að auglýsingunum á faglegan máta og oft á tíðum séu þær mjög óljósar. Hann sagði að of óljós mörk á milli embættismanna og pólitískra aðstoðarmanna ráðherra. Þegar hinir síðarnefndu væru ráðnir sem embættismenn, væri það pólitísk spilling því forsendur fyrir ráðningunni væru ekki skýrar. Slíkir embættismenn hyrfu heldur ekki á braut þegar ráðherrar segðu af sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×