Mótmæltu stríði á Ingólfstorgi 19. mars 2005 00:01 Nokkur hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi í dag til að krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herlið sitt út úr Írak. Tilefnið? Jú, í dag eru liðin tvö ár frá því Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra, þar á meðal Íslendingar, ákváðu að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak. Er stríðinu í Írak lokið, nú tveimur árum eftir innrásina, og allt komið í farsælan og lýðræðislegan farveg í landinu? Um þetta deila stjórnmálamenn, fræðimenn og almenningur um allan heim en íslenskir andstæðingar Íraksstríðsins sýndu í það minnsta sína skoðun á þessu máli í dag þegar þeir fjölmenntu með mótmælaspjöld á Ingólfstorg til að lýsa yfir andúð sinni á stríðinu sjálfu og framferði Bandaríkjastjórnar í Írak. Jórunn Sigurðardóttir, einn mótmælenda, segist hafa komið til að mótmæla og sýna að hún sé ekki sammála þessu stríði. Þorvaldur Þorvaldsson, sem einnig kom til að mótmæla, segir að flest það sem andstæðingar stríðsins hafi haldið fram fyrir tveimur árum hafi komið fram, m.a. að ástandið í Írak myndi ekki batna við innrásina heldur þveröfugt. Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem einnig var á Ingólfstorgi, sagðist vera komin til að nýta rétt sinn til þess að mótmæla Íraksstríðinu og öllum stríðum yfirhöfuð. Björk Davíðsdóttir, sjö ára, sagðist aðspurð vera á móti stríði. Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga, segir aðspurður að mótmælin séu ekki tímaskekkja í ljósi kosninga í Írak í lok janúar. Það sem hafi gerst allra síðustu daga og vikur í Írak sýni að sú furðulega bjartsýni manna um að allt yrði í himnalagi og pennastriki slegið yfir fortíðina vegna kosninganna sé fjarri sanni. Heimurinn horfi upp á borgarastyrjöld í Írak og ekkert bendi til þess að menn séu að nálgast frið og lýðræði í landinu og útlitið sé mjög skuggalegt. Stefán segir að Bush Bandaríkjaforseti hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði í Líbanon á dögunum að það væri ómögulegt að halda frjálsar og lýðræðislegar kosningar þar í landi með erlendan her í landinu. Það gildi í Írak ekki síður en Líbanon. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Nokkur hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi í dag til að krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herlið sitt út úr Írak. Tilefnið? Jú, í dag eru liðin tvö ár frá því Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra, þar á meðal Íslendingar, ákváðu að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak. Er stríðinu í Írak lokið, nú tveimur árum eftir innrásina, og allt komið í farsælan og lýðræðislegan farveg í landinu? Um þetta deila stjórnmálamenn, fræðimenn og almenningur um allan heim en íslenskir andstæðingar Íraksstríðsins sýndu í það minnsta sína skoðun á þessu máli í dag þegar þeir fjölmenntu með mótmælaspjöld á Ingólfstorg til að lýsa yfir andúð sinni á stríðinu sjálfu og framferði Bandaríkjastjórnar í Írak. Jórunn Sigurðardóttir, einn mótmælenda, segist hafa komið til að mótmæla og sýna að hún sé ekki sammála þessu stríði. Þorvaldur Þorvaldsson, sem einnig kom til að mótmæla, segir að flest það sem andstæðingar stríðsins hafi haldið fram fyrir tveimur árum hafi komið fram, m.a. að ástandið í Írak myndi ekki batna við innrásina heldur þveröfugt. Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem einnig var á Ingólfstorgi, sagðist vera komin til að nýta rétt sinn til þess að mótmæla Íraksstríðinu og öllum stríðum yfirhöfuð. Björk Davíðsdóttir, sjö ára, sagðist aðspurð vera á móti stríði. Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga, segir aðspurður að mótmælin séu ekki tímaskekkja í ljósi kosninga í Írak í lok janúar. Það sem hafi gerst allra síðustu daga og vikur í Írak sýni að sú furðulega bjartsýni manna um að allt yrði í himnalagi og pennastriki slegið yfir fortíðina vegna kosninganna sé fjarri sanni. Heimurinn horfi upp á borgarastyrjöld í Írak og ekkert bendi til þess að menn séu að nálgast frið og lýðræði í landinu og útlitið sé mjög skuggalegt. Stefán segir að Bush Bandaríkjaforseti hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði í Líbanon á dögunum að það væri ómögulegt að halda frjálsar og lýðræðislegar kosningar þar í landi með erlendan her í landinu. Það gildi í Írak ekki síður en Líbanon.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira