Hengdur upp á höndunum 19. mars 2005 00:01 Þrenn handjárn voru sett á Bobby Fischer og hann hengdur upp á höndunum eftir að hann sló fangavörð, að sögn Sæmundar Pálssonar. Hann segir Íslendinga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að Fischer geti ekki framfleytt sér hér á landi. Nú þegar allar líkur eru á því að Bobby Fischer verði Íslendingur í nánustu framtíð eru margir sem velta því fyrir sér hvað hann ætli að gera þegar hann kemur hingað. Ef einhver hefur hugmynd um það, annar en Fischer sjálfur, er það Sæmundur Pálsson, besti vinur hans. Sæmundur segir að Fischer komi líklega til landsins með kærustu sinni, Myoko Watai, en hann viti ekki betur en að það gangi eftir. Sæmundur segir líklegast að parið komi sér fyrir á hóteli til að byrja með. Ýmsir hafa haft samband við fréttastofu síðustu daga vegna umfjöllunar um mál Fischers og lýst yfir áhyggjum af því að hann komi hingað og leggist upp á íslenska ríkið. Sæmundur segir menn geta verið rólega yfir því, Fischer eigi aura, en á hinn bóginn hafi heilsu hans hrakað eftir meira en átta mánaða vist í fangabúðunum. Það hefur svo sem ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með Bobby Fischer að hann er kannski ekki sá sterkasti á andlega sviðinu. Hann sló til dæmis til fangavarðar og laskaði á honum nefið. Sæmundur segir það alveg rétt að Fischer eigi erfitt með skap og hann þurfi á sálfræðimeðferð að halda, en meðferðin á honum í fangabúðunum sé samt alltof harkaleg og ýti beinlínis undir svona viðbrögð. Sæmundur segir að eftir að Fischer hafi slegið til fangavarðarins hafi hann verið beittur hörku og settur í þrenn handjárn fyrir aftan bak og þau hafi verið hert mjög. Hann hafi svo verið hengdur upp á handjárnunum í tvo eða þrjá tíma og hann hafi talið að þetta yrði sitt síðasta. Sæmundur segist lítið hafa getið um þessa hálfgerðu pyntingu þar sem hanni viti að það hefði ekki fallið í góðan jarðveg hjá Japönum ef þeir vissu að hann hefði verið beittur slíkri hörku. Það er heilmikið álag og áreiti sem fylgir hlutverki Sæmundar í þessu máli. Hann talar við Fischer daglega og símreikningarnir hækka bara og hækka. Hann segist þó tilbúinn að fara aftur til Japans um leið og Fischer verður sleppt úr haldi til að fylgja honum heim - til Íslands. Hann sé ekki vanur að hætta við hálfklárað verk. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Þrenn handjárn voru sett á Bobby Fischer og hann hengdur upp á höndunum eftir að hann sló fangavörð, að sögn Sæmundar Pálssonar. Hann segir Íslendinga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að Fischer geti ekki framfleytt sér hér á landi. Nú þegar allar líkur eru á því að Bobby Fischer verði Íslendingur í nánustu framtíð eru margir sem velta því fyrir sér hvað hann ætli að gera þegar hann kemur hingað. Ef einhver hefur hugmynd um það, annar en Fischer sjálfur, er það Sæmundur Pálsson, besti vinur hans. Sæmundur segir að Fischer komi líklega til landsins með kærustu sinni, Myoko Watai, en hann viti ekki betur en að það gangi eftir. Sæmundur segir líklegast að parið komi sér fyrir á hóteli til að byrja með. Ýmsir hafa haft samband við fréttastofu síðustu daga vegna umfjöllunar um mál Fischers og lýst yfir áhyggjum af því að hann komi hingað og leggist upp á íslenska ríkið. Sæmundur segir menn geta verið rólega yfir því, Fischer eigi aura, en á hinn bóginn hafi heilsu hans hrakað eftir meira en átta mánaða vist í fangabúðunum. Það hefur svo sem ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með Bobby Fischer að hann er kannski ekki sá sterkasti á andlega sviðinu. Hann sló til dæmis til fangavarðar og laskaði á honum nefið. Sæmundur segir það alveg rétt að Fischer eigi erfitt með skap og hann þurfi á sálfræðimeðferð að halda, en meðferðin á honum í fangabúðunum sé samt alltof harkaleg og ýti beinlínis undir svona viðbrögð. Sæmundur segir að eftir að Fischer hafi slegið til fangavarðarins hafi hann verið beittur hörku og settur í þrenn handjárn fyrir aftan bak og þau hafi verið hert mjög. Hann hafi svo verið hengdur upp á handjárnunum í tvo eða þrjá tíma og hann hafi talið að þetta yrði sitt síðasta. Sæmundur segist lítið hafa getið um þessa hálfgerðu pyntingu þar sem hanni viti að það hefði ekki fallið í góðan jarðveg hjá Japönum ef þeir vissu að hann hefði verið beittur slíkri hörku. Það er heilmikið álag og áreiti sem fylgir hlutverki Sæmundar í þessu máli. Hann talar við Fischer daglega og símreikningarnir hækka bara og hækka. Hann segist þó tilbúinn að fara aftur til Japans um leið og Fischer verður sleppt úr haldi til að fylgja honum heim - til Íslands. Hann sé ekki vanur að hætta við hálfklárað verk.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira