Hengdur upp á höndunum 19. mars 2005 00:01 Þrenn handjárn voru sett á Bobby Fischer og hann hengdur upp á höndunum eftir að hann sló fangavörð, að sögn Sæmundar Pálssonar. Hann segir Íslendinga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að Fischer geti ekki framfleytt sér hér á landi. Nú þegar allar líkur eru á því að Bobby Fischer verði Íslendingur í nánustu framtíð eru margir sem velta því fyrir sér hvað hann ætli að gera þegar hann kemur hingað. Ef einhver hefur hugmynd um það, annar en Fischer sjálfur, er það Sæmundur Pálsson, besti vinur hans. Sæmundur segir að Fischer komi líklega til landsins með kærustu sinni, Myoko Watai, en hann viti ekki betur en að það gangi eftir. Sæmundur segir líklegast að parið komi sér fyrir á hóteli til að byrja með. Ýmsir hafa haft samband við fréttastofu síðustu daga vegna umfjöllunar um mál Fischers og lýst yfir áhyggjum af því að hann komi hingað og leggist upp á íslenska ríkið. Sæmundur segir menn geta verið rólega yfir því, Fischer eigi aura, en á hinn bóginn hafi heilsu hans hrakað eftir meira en átta mánaða vist í fangabúðunum. Það hefur svo sem ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með Bobby Fischer að hann er kannski ekki sá sterkasti á andlega sviðinu. Hann sló til dæmis til fangavarðar og laskaði á honum nefið. Sæmundur segir það alveg rétt að Fischer eigi erfitt með skap og hann þurfi á sálfræðimeðferð að halda, en meðferðin á honum í fangabúðunum sé samt alltof harkaleg og ýti beinlínis undir svona viðbrögð. Sæmundur segir að eftir að Fischer hafi slegið til fangavarðarins hafi hann verið beittur hörku og settur í þrenn handjárn fyrir aftan bak og þau hafi verið hert mjög. Hann hafi svo verið hengdur upp á handjárnunum í tvo eða þrjá tíma og hann hafi talið að þetta yrði sitt síðasta. Sæmundur segist lítið hafa getið um þessa hálfgerðu pyntingu þar sem hanni viti að það hefði ekki fallið í góðan jarðveg hjá Japönum ef þeir vissu að hann hefði verið beittur slíkri hörku. Það er heilmikið álag og áreiti sem fylgir hlutverki Sæmundar í þessu máli. Hann talar við Fischer daglega og símreikningarnir hækka bara og hækka. Hann segist þó tilbúinn að fara aftur til Japans um leið og Fischer verður sleppt úr haldi til að fylgja honum heim - til Íslands. Hann sé ekki vanur að hætta við hálfklárað verk. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Þrenn handjárn voru sett á Bobby Fischer og hann hengdur upp á höndunum eftir að hann sló fangavörð, að sögn Sæmundar Pálssonar. Hann segir Íslendinga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að Fischer geti ekki framfleytt sér hér á landi. Nú þegar allar líkur eru á því að Bobby Fischer verði Íslendingur í nánustu framtíð eru margir sem velta því fyrir sér hvað hann ætli að gera þegar hann kemur hingað. Ef einhver hefur hugmynd um það, annar en Fischer sjálfur, er það Sæmundur Pálsson, besti vinur hans. Sæmundur segir að Fischer komi líklega til landsins með kærustu sinni, Myoko Watai, en hann viti ekki betur en að það gangi eftir. Sæmundur segir líklegast að parið komi sér fyrir á hóteli til að byrja með. Ýmsir hafa haft samband við fréttastofu síðustu daga vegna umfjöllunar um mál Fischers og lýst yfir áhyggjum af því að hann komi hingað og leggist upp á íslenska ríkið. Sæmundur segir menn geta verið rólega yfir því, Fischer eigi aura, en á hinn bóginn hafi heilsu hans hrakað eftir meira en átta mánaða vist í fangabúðunum. Það hefur svo sem ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með Bobby Fischer að hann er kannski ekki sá sterkasti á andlega sviðinu. Hann sló til dæmis til fangavarðar og laskaði á honum nefið. Sæmundur segir það alveg rétt að Fischer eigi erfitt með skap og hann þurfi á sálfræðimeðferð að halda, en meðferðin á honum í fangabúðunum sé samt alltof harkaleg og ýti beinlínis undir svona viðbrögð. Sæmundur segir að eftir að Fischer hafi slegið til fangavarðarins hafi hann verið beittur hörku og settur í þrenn handjárn fyrir aftan bak og þau hafi verið hert mjög. Hann hafi svo verið hengdur upp á handjárnunum í tvo eða þrjá tíma og hann hafi talið að þetta yrði sitt síðasta. Sæmundur segist lítið hafa getið um þessa hálfgerðu pyntingu þar sem hanni viti að það hefði ekki fallið í góðan jarðveg hjá Japönum ef þeir vissu að hann hefði verið beittur slíkri hörku. Það er heilmikið álag og áreiti sem fylgir hlutverki Sæmundar í þessu máli. Hann talar við Fischer daglega og símreikningarnir hækka bara og hækka. Hann segist þó tilbúinn að fara aftur til Japans um leið og Fischer verður sleppt úr haldi til að fylgja honum heim - til Íslands. Hann sé ekki vanur að hætta við hálfklárað verk.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira