Fischer verður Íslendingur 18. mars 2005 00:01 Allsherjarnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að mæla með því við Alþingi að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. "Við höfum áður haft málið til umfjöllunar en á því stigi taldi ég ekki fullreynt á það að Bobby Fischer gæti losnað frá Japan á grundvelli dvalarleyfis og ferðaskilríkja frá Íslandi. Í millitíðinni hefur hins vegar verið látið reyna á það og komið hefur í ljós að það dugði ekki til. Það var eðlilegt að beiðnin væri því ítrekuð fyrir nefndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar. Hann segir að ákvörðunin í dag hafi byggst á því að fullvissa hafi fengist um það að Fischer losnaði úr haldi fengi hann íslenskt ríkisfang. "Þegar það lá fyrir var ekki annað að gera en að taka ákvörðun í málinu. Margt hafði áhrif á einróma afstöðu manna í nefndinni, í fyrsta lagi tengsl hans við landið, en menn þekkja söguna í því. Í öðru lagi það að stjórnvöld höfðu áður gert tilraun til að greiða leið mannsins til landsins og í þriðja lagi mun íslenskur ríkisborgararéttur verða til þess að Fischer losnar úr haldi, en honum er haldið föngum í innflytjendabúðum í Japan. Því voru ákveðin mannúðarsjónarmið þar að leiðarljósi," segir Bjarni. Bjarni vonast til að málið verði tekið fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég á von á því að frumvarp verði lagt fram á mánudaginn og síðan býst ég við því að þingið verði jákvætt fyrir því að flýta afgreiðslu þessa máls. Fischer gæti því fengið íslenskan ríkisborgararétt strax í næstu viku," segir Bjarni. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist ekki þekkja nein fordæmi fyrir máli Fischers. "Hugsanlega væri hægt að horfa til þess er Vladimir Aszkenasy var veittur ríkisborgararéttur, en ólíkt Fischer var hann pólitískur flóttamaður. Við höfum velt fyrir okkur fordæmissjónarmiðum en teljum að þetta mál sé svo einstakt og njóti slíkrar sérstöðu að það sé ekki hægt að skapa undarlegt fordæmi í því," segir Davíð. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Allsherjarnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að mæla með því við Alþingi að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. "Við höfum áður haft málið til umfjöllunar en á því stigi taldi ég ekki fullreynt á það að Bobby Fischer gæti losnað frá Japan á grundvelli dvalarleyfis og ferðaskilríkja frá Íslandi. Í millitíðinni hefur hins vegar verið látið reyna á það og komið hefur í ljós að það dugði ekki til. Það var eðlilegt að beiðnin væri því ítrekuð fyrir nefndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar. Hann segir að ákvörðunin í dag hafi byggst á því að fullvissa hafi fengist um það að Fischer losnaði úr haldi fengi hann íslenskt ríkisfang. "Þegar það lá fyrir var ekki annað að gera en að taka ákvörðun í málinu. Margt hafði áhrif á einróma afstöðu manna í nefndinni, í fyrsta lagi tengsl hans við landið, en menn þekkja söguna í því. Í öðru lagi það að stjórnvöld höfðu áður gert tilraun til að greiða leið mannsins til landsins og í þriðja lagi mun íslenskur ríkisborgararéttur verða til þess að Fischer losnar úr haldi, en honum er haldið föngum í innflytjendabúðum í Japan. Því voru ákveðin mannúðarsjónarmið þar að leiðarljósi," segir Bjarni. Bjarni vonast til að málið verði tekið fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég á von á því að frumvarp verði lagt fram á mánudaginn og síðan býst ég við því að þingið verði jákvætt fyrir því að flýta afgreiðslu þessa máls. Fischer gæti því fengið íslenskan ríkisborgararétt strax í næstu viku," segir Bjarni. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist ekki þekkja nein fordæmi fyrir máli Fischers. "Hugsanlega væri hægt að horfa til þess er Vladimir Aszkenasy var veittur ríkisborgararéttur, en ólíkt Fischer var hann pólitískur flóttamaður. Við höfum velt fyrir okkur fordæmissjónarmiðum en teljum að þetta mál sé svo einstakt og njóti slíkrar sérstöðu að það sé ekki hægt að skapa undarlegt fordæmi í því," segir Davíð.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira