Góð tilfinning þegar vel gengur 18. mars 2005 00:01 Þegar Rúnar Jónsson var 15 ára byrjaði hann að keppa í ralli sem aðstoðarökumaður. Nú, tuttugu árum síðar, á hann að baki einn glæsilegasta rallökuferil landsins. "Íslandsmeistaratitlarnir eru orðnir 13 eða 14," segir Rúnar hógvær en hann keppir nú með bróður sínum Baldri sem tók við af föður þeirra, Jóni Rúnari Ragnarssyni. "Síðasta keppnistímabil var líklega það besta til þessa. Við vorum að keppa við 10 árum yngri bíl og það átti að vera okkur óyfirstíganlegt. Við náðum samt að sigra tímabilið með yfirburðum og freistumst til að halda að það sé mikið í okkur spunnið," segir Rúnar. Bíllinn sem þeir keppa á er fjórhjóladrifinn Subaru Legacy, sem er langt frá því að vera venjulegur götubíll. "Hann er sérsmíðaður úti í Bretlandi af fyrirtækinu Pro Drive sem sér um smíði keppnisbíla, meðal annars fyrir Subaru-verksmiðjurnar. Bíllinn er 300 hestöfl eftir alþjóðlegum rallreglum. Þetta eru samt engin venjuleg götuhestöfl," segir Rúnar og bætir við að sérstakur gírkassi, drifhlutföll og annar drifbúnaður spili líka stórt hlutverk í að koma bílnum áfram. Rúnar hefur keppt á fjórhjóladrifsbílum frá 1991. Hann segir ekki hægt að líkja þeim saman við bíla á einu drifi þegar kemur að aksturseiginleikum. "Maður er með miklu betra veggrip, bíllinn verður stöðugri og kemst líka betur áfram. Bremsugripið er líka miklu betra svo að bíllinn lætur miklu betur að stjórn. Þetta á ekki bara við um rallbíla, ég keyri stundum fjórhjóladrifsbíl dags daglega og það sama á við í umferðinni," segir Rúnar. Það er varla vanþörf á öllu því veggripi sem fæst þegar maður svífur yfir sérleiðir á fleygiferð. Hvernig tilfinning ætli það sé að keyra rallbíl? "Maður keyrir eingöngu eftir því sem maður heyrir. Allur aksturinn snýst um það sem aðstoðarökumaðurinn segir og því reynum við að vinna leiðarlýsinguna mjög nákvæmlega. Ég horfi bara rétt fyrir framan bílinn og reyni að koma honum eins hratt og ég get, hægi ekkert á mér fyrr en ég fæ skilaboð frá aðstoðarökumanninum. Þegar allt er í réttum takti gengur þetta mjög vel og þá er mjög góð tilfinning að keyra rallbíl," segir Rúnar að lokum.Bræðurnir Baldur og Rúnar Jónssynir við keppnisbíl sinn.Mynd/JAK Bílar Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þegar Rúnar Jónsson var 15 ára byrjaði hann að keppa í ralli sem aðstoðarökumaður. Nú, tuttugu árum síðar, á hann að baki einn glæsilegasta rallökuferil landsins. "Íslandsmeistaratitlarnir eru orðnir 13 eða 14," segir Rúnar hógvær en hann keppir nú með bróður sínum Baldri sem tók við af föður þeirra, Jóni Rúnari Ragnarssyni. "Síðasta keppnistímabil var líklega það besta til þessa. Við vorum að keppa við 10 árum yngri bíl og það átti að vera okkur óyfirstíganlegt. Við náðum samt að sigra tímabilið með yfirburðum og freistumst til að halda að það sé mikið í okkur spunnið," segir Rúnar. Bíllinn sem þeir keppa á er fjórhjóladrifinn Subaru Legacy, sem er langt frá því að vera venjulegur götubíll. "Hann er sérsmíðaður úti í Bretlandi af fyrirtækinu Pro Drive sem sér um smíði keppnisbíla, meðal annars fyrir Subaru-verksmiðjurnar. Bíllinn er 300 hestöfl eftir alþjóðlegum rallreglum. Þetta eru samt engin venjuleg götuhestöfl," segir Rúnar og bætir við að sérstakur gírkassi, drifhlutföll og annar drifbúnaður spili líka stórt hlutverk í að koma bílnum áfram. Rúnar hefur keppt á fjórhjóladrifsbílum frá 1991. Hann segir ekki hægt að líkja þeim saman við bíla á einu drifi þegar kemur að aksturseiginleikum. "Maður er með miklu betra veggrip, bíllinn verður stöðugri og kemst líka betur áfram. Bremsugripið er líka miklu betra svo að bíllinn lætur miklu betur að stjórn. Þetta á ekki bara við um rallbíla, ég keyri stundum fjórhjóladrifsbíl dags daglega og það sama á við í umferðinni," segir Rúnar. Það er varla vanþörf á öllu því veggripi sem fæst þegar maður svífur yfir sérleiðir á fleygiferð. Hvernig tilfinning ætli það sé að keyra rallbíl? "Maður keyrir eingöngu eftir því sem maður heyrir. Allur aksturinn snýst um það sem aðstoðarökumaðurinn segir og því reynum við að vinna leiðarlýsinguna mjög nákvæmlega. Ég horfi bara rétt fyrir framan bílinn og reyni að koma honum eins hratt og ég get, hægi ekkert á mér fyrr en ég fæ skilaboð frá aðstoðarökumanninum. Þegar allt er í réttum takti gengur þetta mjög vel og þá er mjög góð tilfinning að keyra rallbíl," segir Rúnar að lokum.Bræðurnir Baldur og Rúnar Jónssynir við keppnisbíl sinn.Mynd/JAK
Bílar Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira