Willy's-jeppar langflottastir 18. mars 2005 00:01 "Ég er forfallinn áhugamaður um gamla Willy´s-jeppa," segir Jón Karl. "Það eru allir með einhverja bilun og misjafnt hvar hún liggur. Þetta er bilunin hjá mér!" Hann kveðst hafa keypt eldri bílinn, Willy´s CJ 2A, frá Ameríku árið 1992 eftir að hafa séð hann á mynd í svarthvítu blaði. Þegar búið hafi verið að sandblása hann hafi eiginlega ekkert verið eftir nema sparsl. "Það þurfti að endurnýja allt í honum nema grindina, hvalbakinn og grillið og þetta var mikið bras og dýrt. Það þarf mikla þrjósku og úthald í svona verk," segir Jón Karl. Hann kveðst alltaf hafa miðað við að komast á jeppanum á þjóðhátíðina á Þingvöllum 1994 sem síðan hefur gengið undir nafninu "þjóðvegahátíðin". Það slapp. Jeppinn komst á götuna klukkan 16.30 þann 16. júní. "Ég fór snemma á Þingvöll á þjóðhátíðardaginn og jeppinn var eins og einn af sýningargripunum á staðnum," rifjar Jón Karl upp. Hann segir jeppann í fínu lagi enn og nú bara notaðan kringum sumarbústaðinn austur í sveitum. Það er líka saga kringum nýrri jeppann. "Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist var ´53 módel af Willy´s sem ég keypti af föður mínum 1968 þegar ég var 18 ára og þótti hann þá þegar fornlegur," segir Jón Karl og heldur áfram. "Ég seldi hann en var svo gefið hræ af eins bíl fyrir þremur árum, Willy´s CJ3B með toppventlavél. Ég fór í að rífa hann í sundur og er kominn langt með að gera hann eins og nýjan með góðra manna hjálp. Hann verður "original" grænn eins og sá sem ég átti fyrst." Jón Karl viðurkennir að þetta sé dýrt hobbí. Sérstaklega fyrir mann sem geri lítið sjálfur og kaupi mikla vinnu. "Það er samt margt verra," segir hann til réttlætingar. "Maður gæti verið á börunum og þá með móral daginn eftir. Þetta hefur aðeins minni eftirköst því maður reynir að gleyma útgjöldunum og talar ekki mikið um þau heima fyrir!" Hann segir bílana báða vera þriggja gíra, með 4 cylindra vélar. "Maður fer mest í 65-70 kílómetra hraða en þetta eru liprir og skemmtilegir bílar. Flottir í sveitinni. Willy´s-jepparnir eru merkilegir því þeir tóku við af hestunum á sínum tíma og komu okkur inn í nútímann."Jón Karl með fjölskylduna um borð í Willy´s 1948 árgerð í sumarsælunni. Bílar Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Ég er forfallinn áhugamaður um gamla Willy´s-jeppa," segir Jón Karl. "Það eru allir með einhverja bilun og misjafnt hvar hún liggur. Þetta er bilunin hjá mér!" Hann kveðst hafa keypt eldri bílinn, Willy´s CJ 2A, frá Ameríku árið 1992 eftir að hafa séð hann á mynd í svarthvítu blaði. Þegar búið hafi verið að sandblása hann hafi eiginlega ekkert verið eftir nema sparsl. "Það þurfti að endurnýja allt í honum nema grindina, hvalbakinn og grillið og þetta var mikið bras og dýrt. Það þarf mikla þrjósku og úthald í svona verk," segir Jón Karl. Hann kveðst alltaf hafa miðað við að komast á jeppanum á þjóðhátíðina á Þingvöllum 1994 sem síðan hefur gengið undir nafninu "þjóðvegahátíðin". Það slapp. Jeppinn komst á götuna klukkan 16.30 þann 16. júní. "Ég fór snemma á Þingvöll á þjóðhátíðardaginn og jeppinn var eins og einn af sýningargripunum á staðnum," rifjar Jón Karl upp. Hann segir jeppann í fínu lagi enn og nú bara notaðan kringum sumarbústaðinn austur í sveitum. Það er líka saga kringum nýrri jeppann. "Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist var ´53 módel af Willy´s sem ég keypti af föður mínum 1968 þegar ég var 18 ára og þótti hann þá þegar fornlegur," segir Jón Karl og heldur áfram. "Ég seldi hann en var svo gefið hræ af eins bíl fyrir þremur árum, Willy´s CJ3B með toppventlavél. Ég fór í að rífa hann í sundur og er kominn langt með að gera hann eins og nýjan með góðra manna hjálp. Hann verður "original" grænn eins og sá sem ég átti fyrst." Jón Karl viðurkennir að þetta sé dýrt hobbí. Sérstaklega fyrir mann sem geri lítið sjálfur og kaupi mikla vinnu. "Það er samt margt verra," segir hann til réttlætingar. "Maður gæti verið á börunum og þá með móral daginn eftir. Þetta hefur aðeins minni eftirköst því maður reynir að gleyma útgjöldunum og talar ekki mikið um þau heima fyrir!" Hann segir bílana báða vera þriggja gíra, með 4 cylindra vélar. "Maður fer mest í 65-70 kílómetra hraða en þetta eru liprir og skemmtilegir bílar. Flottir í sveitinni. Willy´s-jepparnir eru merkilegir því þeir tóku við af hestunum á sínum tíma og komu okkur inn í nútímann."Jón Karl með fjölskylduna um borð í Willy´s 1948 árgerð í sumarsælunni.
Bílar Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira