Háskólinn mun sprengja vegakerfið 16. mars 2005 00:01 Ef Vatnsmýrin verður fyrir valinu sem framtíðarstaður Háskólans í Reykjavík mun það að öllum líkindum sprengja vegakerfi miðborgarinnar, segir Einar Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi Framsóknar og óháðra í Garðabæ. Reykjavík og Garðabær bítast um að veita Háskólanum í Reykjavík framtíðaraðstöðu. Annars vegar býðst skólanum lóð í Vatnsmýrinni og hins vegar landsvæði við Urriðaholt í Garðabæ. Stjórn skólans tekur ákvörðun í apríl um hvor kosturinn verður fyrir valinu. Einar telur að vegakerfið anni ekki þeim tugum þúsunda sem munu vinna og starfa á svæði sem er einn kílómetri í radíus. Urriðaholtið sé því skynsamlegri kostur fyrir Háskólann í Reykjavík þar sem það muni dreifa umferðinni verulega. Þá bendir Einar á að líklega þurfi að ráðast í samgönguúrbætur fyrir miðbæinn, flytjist Háskólinn þangað. Til að mynda Fossvogsbraut sem var í umræðunni fyrir nokkrum árum og var mjög umdeild, eða brú yfir Skerjafjörð frá Bessastöðum. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur segir þetta furðulegan málatilbúnað hjá Einari. Þá sé sérkennilegt að menn treysti sínum kosti ekki betur en svo að þeir leggist í skotgrafarhernað án þess að hafa kynnt sér málin. Dagur segir samgöngumál á Vatnsmýrarsvæðinu vera í mjög góðum málum. Svonefndur Hlíðarfótur tengi svæðið við Hringbraut og nýverið hafi verið gengið frá samkomulagi við samgönguráðherra um að hraða þeirri framkvæmd og verði hún sett inn á samgönguáætlun næsta árs. Þá séu göng í gegnum Öskjuhlíð, einnig á langtímaáætlun. Þetta verði því eitt best tengda svæði höfuðborgarsvæðisins. Skipulag Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Ef Vatnsmýrin verður fyrir valinu sem framtíðarstaður Háskólans í Reykjavík mun það að öllum líkindum sprengja vegakerfi miðborgarinnar, segir Einar Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi Framsóknar og óháðra í Garðabæ. Reykjavík og Garðabær bítast um að veita Háskólanum í Reykjavík framtíðaraðstöðu. Annars vegar býðst skólanum lóð í Vatnsmýrinni og hins vegar landsvæði við Urriðaholt í Garðabæ. Stjórn skólans tekur ákvörðun í apríl um hvor kosturinn verður fyrir valinu. Einar telur að vegakerfið anni ekki þeim tugum þúsunda sem munu vinna og starfa á svæði sem er einn kílómetri í radíus. Urriðaholtið sé því skynsamlegri kostur fyrir Háskólann í Reykjavík þar sem það muni dreifa umferðinni verulega. Þá bendir Einar á að líklega þurfi að ráðast í samgönguúrbætur fyrir miðbæinn, flytjist Háskólinn þangað. Til að mynda Fossvogsbraut sem var í umræðunni fyrir nokkrum árum og var mjög umdeild, eða brú yfir Skerjafjörð frá Bessastöðum. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur segir þetta furðulegan málatilbúnað hjá Einari. Þá sé sérkennilegt að menn treysti sínum kosti ekki betur en svo að þeir leggist í skotgrafarhernað án þess að hafa kynnt sér málin. Dagur segir samgöngumál á Vatnsmýrarsvæðinu vera í mjög góðum málum. Svonefndur Hlíðarfótur tengi svæðið við Hringbraut og nýverið hafi verið gengið frá samkomulagi við samgönguráðherra um að hraða þeirri framkvæmd og verði hún sett inn á samgönguáætlun næsta árs. Þá séu göng í gegnum Öskjuhlíð, einnig á langtímaáætlun. Þetta verði því eitt best tengda svæði höfuðborgarsvæðisins.
Skipulag Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira