Innlent

Dæmdur fyrir 30 brot

Rúmlega tvítugur maður var í gær dæmdur til fjórtán mánaða fangelsis fyrir ítrekuð þjófnaðar- og fíkniefnabrot en maðurinn hefur setið inni frá því í janúar á síðasta ári og kemur sá tími til frádráttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn var fundinn sekur um margvísleg brot tengd innbrotum, þjófnuðum og fíkniefnum. Maðurinn játaði sök sína fúslega og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að vegna langs brotaferils og fyrri skilorðsdóma kæmi skilorðsbinding ekki til greina við dómsuppkvaðningu. Þó tók dómurinn tillit til ungs aldurs mannsins sem og vilja hans til að taka á fíkniefnavanda sínum. Hefur viðkomandi þegar setið í varðhaldi þann tíma sem dómurinn tekur til og losnar því úr fangelsi í þessum mánuði. Félagi mannsins sem einnig tók þátt í einu innbroti fékk fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm en sá hefur þrisvar áður hlotið dóm fyrir samsvarandi brot.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×