Óvíst um umsókn Fischers 16. mars 2005 00:01 Það er alls óvíst hvort umsókn Bobbys Fischers um ríkisborgararétt verði tekin til meðferðar í allsherjarnefnd, þó nefndin ætli að funda með stuðningsmönnum hans í fyrramálið. Leiðtogi japanska Jafnaðarmannaflokksins, Mizuho Fukushima, hitti yfirmann innflytjendamála, Masaharu Miura, í morgun og sagði við blaðamenn eftir fundinn að yfirmaðurinn hefði sagt að ef Fischer fengi íslenskan ríkisborgararétt þá fengi hann að fara til Íslands. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar ekki fengið þessar upplýsingar beint frá þeim japönsku og þetta er því ekki nóg til að sannfæra þá um að ríkisborgararéttur geti bjargað Fischer. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að ef ákvörðun nefndarinnar eigi að grundvallast á einhverjum slíkum upplýsingum verði þær að koma frá fyrstu hendi. Mál Fischers eru á dagskrá á fundi allsherjarnefndar í fyrramálið en það voru stuðningsmenn hans sem báðu um að fá að hitta nefndina. Þetta þýðir hins vegar ekki að nefndin ætli að afgreiða umsókn hans um ríkisborgararétt. „Það liggur ekkert fyrir á þessu stigi að taka málið til frekari meðferðar,“ segir Bjarni. Það verði óhjákvæmilega rætt en hann á ekki von á því að einhver stefnubreyting verði tekin í málinu. Stuðningsmenn Fischer minna á að tíminn er naumur því þann 5. apríl ákveða Bandaríkjamenn hvort þeirt ákæri Fischer fyrir skattsvik. Sæmundur Pálsson segist hreinlega ekki trúa öðru en að skrefið verði stigið til fulls og nefndin mæli með íslenskum ríkisborgararétti handa Fischer. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Það er alls óvíst hvort umsókn Bobbys Fischers um ríkisborgararétt verði tekin til meðferðar í allsherjarnefnd, þó nefndin ætli að funda með stuðningsmönnum hans í fyrramálið. Leiðtogi japanska Jafnaðarmannaflokksins, Mizuho Fukushima, hitti yfirmann innflytjendamála, Masaharu Miura, í morgun og sagði við blaðamenn eftir fundinn að yfirmaðurinn hefði sagt að ef Fischer fengi íslenskan ríkisborgararétt þá fengi hann að fara til Íslands. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar ekki fengið þessar upplýsingar beint frá þeim japönsku og þetta er því ekki nóg til að sannfæra þá um að ríkisborgararéttur geti bjargað Fischer. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að ef ákvörðun nefndarinnar eigi að grundvallast á einhverjum slíkum upplýsingum verði þær að koma frá fyrstu hendi. Mál Fischers eru á dagskrá á fundi allsherjarnefndar í fyrramálið en það voru stuðningsmenn hans sem báðu um að fá að hitta nefndina. Þetta þýðir hins vegar ekki að nefndin ætli að afgreiða umsókn hans um ríkisborgararétt. „Það liggur ekkert fyrir á þessu stigi að taka málið til frekari meðferðar,“ segir Bjarni. Það verði óhjákvæmilega rætt en hann á ekki von á því að einhver stefnubreyting verði tekin í málinu. Stuðningsmenn Fischer minna á að tíminn er naumur því þann 5. apríl ákveða Bandaríkjamenn hvort þeirt ákæri Fischer fyrir skattsvik. Sæmundur Pálsson segist hreinlega ekki trúa öðru en að skrefið verði stigið til fulls og nefndin mæli með íslenskum ríkisborgararétti handa Fischer.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira