Erlent

Sprengingar fyrir þingfund

Fréttir voru að berast af sprengingum við græna svæðið í Bagdad þar sem margar helstu stofnanir Íraka eru staðsettar. Sprengingin varð aðeins nokkrum mínútum fyrir fyrsta þingfund írakska þingsins sem fer fram í nágrenninu. Að sögn sjónarvotta heyrðust að minnsta kosti þrjár sprengingar sem líklega hafa komið eftir skot úr sprengjuvörpum. Ekki hafa borist fregnir af mannfalli en rúður húsa í nágrenninu splundruðust og mikill reykur reis upp af svæðinu. Þingið hóf þrátt fyrir þetta störf sín eins og ekkert hefði í skorist á níunda tímanum. Nærliggjandi götur hafa verið lokaðar af og öryggisgæsla er gríðarleg, enda ljóst að hætta á árásum er mikil.  Í morgun sprakk svo bílsprengja við eftirlitsstöð írakska hersins í borginni Bakuba. Þrír hermenn biðu bana í árásinni og átta særðust, þar af nokkrir alvarlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×