DV fer yfir strikið 15. mars 2005 00:01 DV fer gjörsamlega yfir strikið í dag þegar það bendlar saklausan mann við nauðganir - á þeim forsendum einum að einhver hefur sett um hann nafnlaust slúður á internetið. Þetta er einhver lélegasti grundvöllur dagblaðauppsláttar sem maður hefur nokkurn tíma séð - miðað við þetta getur hvaða fórnarlamb slefbera sem er lent á forsíðu blaðsins. Þetta kæmi kannski ekki að sök í máli sem ekki er svona alvarlegt - en í þessu tilfelli er það stórskaðlegt. Ófyrirgefanleg framkoma gagnvart hinum saklausa manni og óvirðing við konurnar sem hafa orðið fórnarlömb nauðgana. --- --- --- Ég bendi á tvær athyglisverðar greinar sem birtast hér á vefnum hjá mér. Önnur er eftir Hallgrím Helgason og nefnist Erindi við ungliða - þetta er fyrirlestur sem hann flutti á þingi hjá ungliðahreyfingum um helgina. Hin er eftir Birgi Hermannsson stjórnmálafræðing og heitir Við borgum ekki! eins og leikritið fræga eftir Dario Fo. Þarna hvetur Birgir greiðendur afnotagjalda til borgaralegrar óhlýðni vegana fréttastjóraráðningarinnar á útvarpinu. --- --- --- Það er ár og dagur síðan Dagfara, málgagn Samtaka herstöðvaandstæðinga, hefur borið fyrir augu mín - ég hélt að þetta væri löngu hætt að koma út. Nú endurnýja ég gömul kynni, rekst óvænt nýtt tölublað af þessu riti. Aðalumfjöllunarefni þess er hvernig sé hægt að koma meira fútti í þessa og aðra baráttu róttæklinga. Herstöðvaandstæðingunum er farið að leiðast að syngja Maístjörnuna og standa mótmælavakt í nepjunni framan við Alþingishúsið. Í staðinn er lagt til að róttækt fólk læri af aktívistum og anarkistum í Evrópu, til dæmis í Berlín þar sem fjöldamótmæli eru sögð vera "partí". Þarna er líka mælt með því að skyri, eggjum, súrmjólk og banönum sé hent í valdamenn og nefnd nokkur sígild dæmi um slíkt athæfi, en raunar gleymast moldarkögglarnir sem Garðabæjarskríllinn henti í Keflavíkurgöngurnar í gamla daga. Öll þessi skrif lýsa því hversu þessi barátta er úrkynjuð. Meira þeir sem standa í henni eiga erfitt að taka hana hátíðlega. Það vantar fúttið. --- --- --- Lögreglan virðist hins vegar vera tilbúin ef meira fjör færist í baráttuna. Allavega ef marka má viðbrögð hennar við húfuklædda Ítalanum sem var að taka myndir af Alþingishúsinu; var svo eltur uppi á veitingahúsinu Sirkusi, þurfti að dúsa á lögreglustöðinni í ellefu tíma en reyndist bara vera arkitektanemi. Þarna er einhver leikur í gangi sem virðist býsna absúrd. Við ætlum sko ekki að vera eftirbátar annarra þjóða í viðbúnaði við hryðjuverkum, er hugarfarið. Það er til dæmis búið að girða af hafnir í landinu. Hinn ógeðslega ljóti Miðbakki í Reykjavík er orðinn ennþá ljótari eftir að þar voru reistar miklar girðingar. Verst er hvað þetta er gjörsamlega tilgangslaust. En menn sem hafa gaman af einkennisbúningum fá sjálfsagt eitthvað út úr þessu. --- --- --- Markús Örn útvarpsstjóri var úti að aka í Kastljósinu í gær. Verstu rökin voru þegar hann sagði að með ráðningu Auðuns Georgs væri hægt að höfða til unga fólksins. Fyrst liðið á fréttastofunni er svo gamalt og forpokað, eins og skilja mátti á Markúsi, átti þá ekki bara að auglýsa eftir "ungum markaðsmanni"? Þá hefði kannski mátt búast við umsóknum frá nokkrum FM hnökkum. En í alvöru er reyndar nær því að hitt sé vandamál í fjölmiðlun á Íslandi - hversu fullorðið og reynslumikið fólk lætur sig hverfa úr starfinu. Fer að leita sér að útgönguleið eftir fertugt, enda djobbið auðvitað slítandi og illa borgað og lítil von til að öðlast frama eins og dæmin sanna. --- --- --- Myndin af metorðastiga Framsóknarflokksins sem birtist með pistli í gær ef komin af vefsíðu einhvers sem nefnir sig Sköflungur.Þarna er að finna önnur bráðsniðug plaköt fyrir stjórnmálaflokkanna, líklega nær sannleikanum en mikið af áróðursefninu sem þeir láta frá sér sjálfir. Skoðið þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
DV fer gjörsamlega yfir strikið í dag þegar það bendlar saklausan mann við nauðganir - á þeim forsendum einum að einhver hefur sett um hann nafnlaust slúður á internetið. Þetta er einhver lélegasti grundvöllur dagblaðauppsláttar sem maður hefur nokkurn tíma séð - miðað við þetta getur hvaða fórnarlamb slefbera sem er lent á forsíðu blaðsins. Þetta kæmi kannski ekki að sök í máli sem ekki er svona alvarlegt - en í þessu tilfelli er það stórskaðlegt. Ófyrirgefanleg framkoma gagnvart hinum saklausa manni og óvirðing við konurnar sem hafa orðið fórnarlömb nauðgana. --- --- --- Ég bendi á tvær athyglisverðar greinar sem birtast hér á vefnum hjá mér. Önnur er eftir Hallgrím Helgason og nefnist Erindi við ungliða - þetta er fyrirlestur sem hann flutti á þingi hjá ungliðahreyfingum um helgina. Hin er eftir Birgi Hermannsson stjórnmálafræðing og heitir Við borgum ekki! eins og leikritið fræga eftir Dario Fo. Þarna hvetur Birgir greiðendur afnotagjalda til borgaralegrar óhlýðni vegana fréttastjóraráðningarinnar á útvarpinu. --- --- --- Það er ár og dagur síðan Dagfara, málgagn Samtaka herstöðvaandstæðinga, hefur borið fyrir augu mín - ég hélt að þetta væri löngu hætt að koma út. Nú endurnýja ég gömul kynni, rekst óvænt nýtt tölublað af þessu riti. Aðalumfjöllunarefni þess er hvernig sé hægt að koma meira fútti í þessa og aðra baráttu róttæklinga. Herstöðvaandstæðingunum er farið að leiðast að syngja Maístjörnuna og standa mótmælavakt í nepjunni framan við Alþingishúsið. Í staðinn er lagt til að róttækt fólk læri af aktívistum og anarkistum í Evrópu, til dæmis í Berlín þar sem fjöldamótmæli eru sögð vera "partí". Þarna er líka mælt með því að skyri, eggjum, súrmjólk og banönum sé hent í valdamenn og nefnd nokkur sígild dæmi um slíkt athæfi, en raunar gleymast moldarkögglarnir sem Garðabæjarskríllinn henti í Keflavíkurgöngurnar í gamla daga. Öll þessi skrif lýsa því hversu þessi barátta er úrkynjuð. Meira þeir sem standa í henni eiga erfitt að taka hana hátíðlega. Það vantar fúttið. --- --- --- Lögreglan virðist hins vegar vera tilbúin ef meira fjör færist í baráttuna. Allavega ef marka má viðbrögð hennar við húfuklædda Ítalanum sem var að taka myndir af Alþingishúsinu; var svo eltur uppi á veitingahúsinu Sirkusi, þurfti að dúsa á lögreglustöðinni í ellefu tíma en reyndist bara vera arkitektanemi. Þarna er einhver leikur í gangi sem virðist býsna absúrd. Við ætlum sko ekki að vera eftirbátar annarra þjóða í viðbúnaði við hryðjuverkum, er hugarfarið. Það er til dæmis búið að girða af hafnir í landinu. Hinn ógeðslega ljóti Miðbakki í Reykjavík er orðinn ennþá ljótari eftir að þar voru reistar miklar girðingar. Verst er hvað þetta er gjörsamlega tilgangslaust. En menn sem hafa gaman af einkennisbúningum fá sjálfsagt eitthvað út úr þessu. --- --- --- Markús Örn útvarpsstjóri var úti að aka í Kastljósinu í gær. Verstu rökin voru þegar hann sagði að með ráðningu Auðuns Georgs væri hægt að höfða til unga fólksins. Fyrst liðið á fréttastofunni er svo gamalt og forpokað, eins og skilja mátti á Markúsi, átti þá ekki bara að auglýsa eftir "ungum markaðsmanni"? Þá hefði kannski mátt búast við umsóknum frá nokkrum FM hnökkum. En í alvöru er reyndar nær því að hitt sé vandamál í fjölmiðlun á Íslandi - hversu fullorðið og reynslumikið fólk lætur sig hverfa úr starfinu. Fer að leita sér að útgönguleið eftir fertugt, enda djobbið auðvitað slítandi og illa borgað og lítil von til að öðlast frama eins og dæmin sanna. --- --- --- Myndin af metorðastiga Framsóknarflokksins sem birtist með pistli í gær ef komin af vefsíðu einhvers sem nefnir sig Sköflungur.Þarna er að finna önnur bráðsniðug plaköt fyrir stjórnmálaflokkanna, líklega nær sannleikanum en mikið af áróðursefninu sem þeir láta frá sér sjálfir. Skoðið þetta.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun