Frumvarp um RÚV lagt fram í dag 14. mars 2005 00:01 aMikilla breytinga er að vænta á lögum um rekstur Ríkisútvarpsins með nýju frumvarpi sem stjórnarflokkarnir samþykktu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra greindi frá frumvarpinu í utandagskrárumræðum um málefni Ríkisútvarpsins í gær. Þorgerður Katrín vildi ekki ræða frumvarpið efnislega en boðaði miklar breytingar. Hún sagði aðferðir við mannaráðningar innan RÚV hafa gengið sér til húðar og að það lagalega umhverfi sem útvarpið starfi við í dag hamli starfsemi þess. Umræður um frumvarpið fara að öllum líkindum fram í þinginu síðar í vikunni. Þorgerður sagði þó ákvörðun útvarpsstjóra um ráðningu fréttastjóra standa enda hafi hún verið tekin undir gildandi lögum. Ögmundur Jónasson þingmaður fór fram á umræðurnar. Hann sagði vanda Ríkisútvarpsins fyrst og fremst fjárhagslegan og stjórnsýslulegan þar sem misbeiting á valdi viðgengist. Hann sagði menntamálaráðherra koma sér hjá því að svara spurningunni um ráðningu fréttastjóra og skýla sér á bak við breytingar sem væri að vænta. Fyrr í gær funduðu fulltrúar fréttamanna fréttastofu Útvarps með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra. "Það er engin endanleg niðurstaða komin í málið þannig að við erum hvorki sátt né ósátt með þennan fund," sagði Jón Gunnar Grjetarsson formaður Félags fréttamanna. Jón Gunnar sagði að málið hefði verið rætt ítarlega. Fulltrúar fréttamanna hefðu gert grein fyrir sinni afstöðu og útvarpsstjóri hefði fært röksemdir fyrir ákvarðanatöku sinni. "Málið er í biðstöðu, sem felst í því að enn hefur ekki verið gengið endanlega frá neinni ráðningu," sagði Jón Gunnar. Spurður hvort vonir manna stæðu til þess að útvarpsstjóri drægi ákvörðun sína til baka sagði Jón Gunnar að vitaskuld vonuðust menn til þess. "Við þurfum að skoða það betur í okkar ranni hvernig við getum komið að því máli. Það er ljóst að allir þurfa að hafa einhvern sigur af þessu þannig að allir geti verið sáttir. Það stendur enn þá samþykkt vantraust á Markús Örn fyrir þessa ákvörðun. Meðan hann breytir henni ekki stendur vantraustsyfirlýsing félagsmanna." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
aMikilla breytinga er að vænta á lögum um rekstur Ríkisútvarpsins með nýju frumvarpi sem stjórnarflokkarnir samþykktu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra greindi frá frumvarpinu í utandagskrárumræðum um málefni Ríkisútvarpsins í gær. Þorgerður Katrín vildi ekki ræða frumvarpið efnislega en boðaði miklar breytingar. Hún sagði aðferðir við mannaráðningar innan RÚV hafa gengið sér til húðar og að það lagalega umhverfi sem útvarpið starfi við í dag hamli starfsemi þess. Umræður um frumvarpið fara að öllum líkindum fram í þinginu síðar í vikunni. Þorgerður sagði þó ákvörðun útvarpsstjóra um ráðningu fréttastjóra standa enda hafi hún verið tekin undir gildandi lögum. Ögmundur Jónasson þingmaður fór fram á umræðurnar. Hann sagði vanda Ríkisútvarpsins fyrst og fremst fjárhagslegan og stjórnsýslulegan þar sem misbeiting á valdi viðgengist. Hann sagði menntamálaráðherra koma sér hjá því að svara spurningunni um ráðningu fréttastjóra og skýla sér á bak við breytingar sem væri að vænta. Fyrr í gær funduðu fulltrúar fréttamanna fréttastofu Útvarps með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra. "Það er engin endanleg niðurstaða komin í málið þannig að við erum hvorki sátt né ósátt með þennan fund," sagði Jón Gunnar Grjetarsson formaður Félags fréttamanna. Jón Gunnar sagði að málið hefði verið rætt ítarlega. Fulltrúar fréttamanna hefðu gert grein fyrir sinni afstöðu og útvarpsstjóri hefði fært röksemdir fyrir ákvarðanatöku sinni. "Málið er í biðstöðu, sem felst í því að enn hefur ekki verið gengið endanlega frá neinni ráðningu," sagði Jón Gunnar. Spurður hvort vonir manna stæðu til þess að útvarpsstjóri drægi ákvörðun sína til baka sagði Jón Gunnar að vitaskuld vonuðust menn til þess. "Við þurfum að skoða það betur í okkar ranni hvernig við getum komið að því máli. Það er ljóst að allir þurfa að hafa einhvern sigur af þessu þannig að allir geti verið sáttir. Það stendur enn þá samþykkt vantraust á Markús Örn fyrir þessa ákvörðun. Meðan hann breytir henni ekki stendur vantraustsyfirlýsing félagsmanna."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira