Innlent

Ungliðahreyfingar áhrifalitlar

"Á meðan boruð eru göng norður á Siglufirði, göng sem kosta sex milljarða króna og eiga að þjóna fimmtán hundruð íbúum, eigum við ekki til fjóra milljarða króna til að byggja nýjan flugvöll sem mundi þjóna þeim hundrað og fimmtíu þúsund manns sem í borginni búa og raunar landsmönnum öllum. Og þessir fjórir milljarðar væru að auki hreint lánsfé: Með því að selja landið undir núverandi flugvelli fengjust þeir peningar fljótt og vel og meira til," sagði Hallgrímur Helgason m.a. í erindi sem hann flutti á þingi Ungliðasamtaka stjórnmálaflokkanna um helgina. Hallgrímur ræddi um tilgang og áhrif ungliðasamtaka stjórnmálahreyfinga, sagði þau alltaf hljóma dálítið eins og ungbarnasund á vegum eldri borgara. "Þið fáið að busla. Ykkur er leyft að busla. Ykkar hlutverk er að busla. Allt í lagi þó að skvettist aðeins, á ímynd flokksins. Það er bara betra, og þornar hvort sem er fljótt. Og ykkur finnst gaman í sundi en verðið samt að muna að það má kaffæra ykkur hvenær sem er. Eitt lítið merki frá formanninum og þið eruð búin að vera. Þess vegna eruð þið eins og þið eruð. Þið verðið að passa ykkur. Eitt feilspor, eitt rangt orð, getur komið ykkur út af framtíðarkorti íslenskra stjórnmála. Þess vegna eru "Ungliðasamtök stjórnmálaflokkanna" full af miðaldra fólki með unglingabólur," sagði Hallgrímur. Hér má lesa erindi Hallgríms í heild sinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×