Tveir skipstjórar 14. mars 2005 00:01 Guðmundur Helgason og eiginkona hans Guðný Vésteinsdóttir höfðu lokið við að landa þegar blaðamann bar að garði. Guðmundur leit varla upp úr vinnu sinni meðan hann var tekinn tali, heldur raðaði án afláts þorskum í kör. Afli dagsins var 400 kíló af stórum og feitum þorski ásamt nokkrum rauðmögum. "Þetta er nú frekar lítið," segir Guðmundur sem ætlar með fiskinn á Faxamarkað. "Við erum með smá kvóta og förum út á hverjum degi, sex vikur á ári og förum svo beint vestur í Hvalseyjar á grásleppu þegar þessu lýkur. Við búum í Hvalseyjum og erum búin að vera þar í tíu ár." Guðmundur segir útlitið ekki gott með grásleppuna þar sem verðið sé lágt á hrognunum og grásleppa seljist ekki beint eins og heitar lummur. "Unga fólkið í dag fúlsar við siginni grásleppu," segir hann og brosir í skeggið. Guðný, eiginkona Guðmundar, fer alltaf með honum á sjó og samvinna þeirra hjóna gengur vel. "Þetta er eina skipið í flotanum þar sem eru tveir skipstjórar og engir undirmenn," segir Guðmundur og hlær. "Það er stundum hart barist um völdin en í heildina er samvinnan góð." Guðmundur hristir höfuðið þegar minnst er á kvótamál og vill sem minnst ræða það. "Það er skelfilegt hvernig búið er að fara með þessa góðu þjóð," segir hann og stekkur um borð í Hvalseyna þar sem Guðný bíður hans. Saman taka þau stímið í átt að olíutönkunum til að hafa svo örugglega allt klárt fyrir morgundaginn. Atvinna Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Guðmundur Helgason og eiginkona hans Guðný Vésteinsdóttir höfðu lokið við að landa þegar blaðamann bar að garði. Guðmundur leit varla upp úr vinnu sinni meðan hann var tekinn tali, heldur raðaði án afláts þorskum í kör. Afli dagsins var 400 kíló af stórum og feitum þorski ásamt nokkrum rauðmögum. "Þetta er nú frekar lítið," segir Guðmundur sem ætlar með fiskinn á Faxamarkað. "Við erum með smá kvóta og förum út á hverjum degi, sex vikur á ári og förum svo beint vestur í Hvalseyjar á grásleppu þegar þessu lýkur. Við búum í Hvalseyjum og erum búin að vera þar í tíu ár." Guðmundur segir útlitið ekki gott með grásleppuna þar sem verðið sé lágt á hrognunum og grásleppa seljist ekki beint eins og heitar lummur. "Unga fólkið í dag fúlsar við siginni grásleppu," segir hann og brosir í skeggið. Guðný, eiginkona Guðmundar, fer alltaf með honum á sjó og samvinna þeirra hjóna gengur vel. "Þetta er eina skipið í flotanum þar sem eru tveir skipstjórar og engir undirmenn," segir Guðmundur og hlær. "Það er stundum hart barist um völdin en í heildina er samvinnan góð." Guðmundur hristir höfuðið þegar minnst er á kvótamál og vill sem minnst ræða það. "Það er skelfilegt hvernig búið er að fara með þessa góðu þjóð," segir hann og stekkur um borð í Hvalseyna þar sem Guðný bíður hans. Saman taka þau stímið í átt að olíutönkunum til að hafa svo örugglega allt klárt fyrir morgundaginn.
Atvinna Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira