Stuð á skakinu um sumartímann 14. mars 2005 00:01 Garðar Berg Guðjónsson var ekki að koma af veiðum þegar blaðamaður tók hann tali heldur að huga að báti sínum Ríkey SH 405, sem hann hefur verið með á línu í vetur. "Ég hef aðallega verið að fá ýsu, en nú er ég að skipta úr línunni yfir á handfæri og þá er það þorskurinn. Ég byrja hér í flóanum og færi mig svo norðureftir og enda oft í Húnaflóanum. Þetta eru túrar sem geta varað í einn og hálfan sólarhring og ég landa þar þar sem ég er staddur hverju sinni." Garðar er einn á sínum báti en segist ekki finna fyrir einmanaleika. "Það eru allar græjur um borð, sími, talstöð og meira að segja sjónvarp og örbylgjuofn." Báturinn Ríkey heitir í höfuðið á eiginkonu Garðars en hann er búinn að eiga bátinn í 11 ár. Hann hafði verið lengi á sjó þegar hann ákvað að kaupa sinn eigin bát og segir að fyrir duglega menn geti verið ágætt upp úr þessu að hafa. Hann hefur alltaf verið á móti kvótakerfinu og segir að vissulega hafi stemningin dofnað eftir að allt var sett í kvóta. "Ég var í mörg ár á sóknarkvóta og það var allt öðruvísi og skemmtilegra og miklu meira kapp í mönnum. Maður verður bara að sætta sig við þetta." Hann segir að mórallinn í hans stétt sé samt afskaplega góður. "Sérstaklega á sumrin á skakinu, þá verður til alveg sérstakt samfélag þar sem menn þekkja hver annan vel og njóta veiðanna." Garðar notar bátinn sinn í skemmtisiglingar meðfram veiðunum enda hörku bátur með 300 hestafla vél sem gengur 30 sjómíliur. "Venjulegir bátar ganga þetta sjö sjómílur. Ég fer oft í skemmtisiglingar með fjölskyldu og vini og bregð mér á skotveiðar. Það getur verið mikið líf í kringum svona bát." Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Garðar Berg Guðjónsson var ekki að koma af veiðum þegar blaðamaður tók hann tali heldur að huga að báti sínum Ríkey SH 405, sem hann hefur verið með á línu í vetur. "Ég hef aðallega verið að fá ýsu, en nú er ég að skipta úr línunni yfir á handfæri og þá er það þorskurinn. Ég byrja hér í flóanum og færi mig svo norðureftir og enda oft í Húnaflóanum. Þetta eru túrar sem geta varað í einn og hálfan sólarhring og ég landa þar þar sem ég er staddur hverju sinni." Garðar er einn á sínum báti en segist ekki finna fyrir einmanaleika. "Það eru allar græjur um borð, sími, talstöð og meira að segja sjónvarp og örbylgjuofn." Báturinn Ríkey heitir í höfuðið á eiginkonu Garðars en hann er búinn að eiga bátinn í 11 ár. Hann hafði verið lengi á sjó þegar hann ákvað að kaupa sinn eigin bát og segir að fyrir duglega menn geti verið ágætt upp úr þessu að hafa. Hann hefur alltaf verið á móti kvótakerfinu og segir að vissulega hafi stemningin dofnað eftir að allt var sett í kvóta. "Ég var í mörg ár á sóknarkvóta og það var allt öðruvísi og skemmtilegra og miklu meira kapp í mönnum. Maður verður bara að sætta sig við þetta." Hann segir að mórallinn í hans stétt sé samt afskaplega góður. "Sérstaklega á sumrin á skakinu, þá verður til alveg sérstakt samfélag þar sem menn þekkja hver annan vel og njóta veiðanna." Garðar notar bátinn sinn í skemmtisiglingar meðfram veiðunum enda hörku bátur með 300 hestafla vél sem gengur 30 sjómíliur. "Venjulegir bátar ganga þetta sjö sjómílur. Ég fer oft í skemmtisiglingar með fjölskyldu og vini og bregð mér á skotveiðar. Það getur verið mikið líf í kringum svona bát."
Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira