Markaðsráðandi fyrirtæki í Silfri 11. mars 2005 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Friðrik G. Friðriksson fararstjóri, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður, Gísli Marteinn Baldursson, Karl Th. Birgisson, Agnes Bragadóttir og Sigurður G. Guðjónsson. Fleiri gestir eiga náttúrlega eftir að bætast í þennan hóp. Friðrik kemur í þáttinn til að ræða samkeppnismál, markaðsráðandi fyrirtæki og vöruverð, en hann hefur erfiða reynslu af því að keppa við stóra aðila á þessum markaði - sagðist meðal annars í grein um daginn vera eini Íslendingurinn sem ekki má kaupa nauðsynjar í Bónusverslunum landsins. Jóhanna Kristjónsdóttir ræðir lýðræðisþróun í Miðausturlöndum, einkum í Sýrlandi og Líbanon. Er hún yfirleitt til staðar, og ef svo er - er hún þá Bandaríkjunum að þakka? Hvernig stendur á því að 70 þúsund manns mótmæla afskiptum Sýrlendinga af innanlandsmálum í Líbanon, en nokkrum dögum síðar kemur sama hálf milljón Líbana til að mótmæla afskiptum Vesturlanda? Er hætta á meiri ófriður blossi upp á svæðinu? Fréttir vikunnar verða einnig til umfjöllunar, þá ekki síst ráðning fréttastjóra á Ríkisútvarpinu, hugsanleg yfirtaka fjárfesta á Morgunblaðinu, Reykjavíkurflugvöllur, upplausn í R-listanum, formannsslagur í Samfylkingunni, sala Símans og væntanlega ýmislegt fleira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Friðrik G. Friðriksson fararstjóri, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður, Gísli Marteinn Baldursson, Karl Th. Birgisson, Agnes Bragadóttir og Sigurður G. Guðjónsson. Fleiri gestir eiga náttúrlega eftir að bætast í þennan hóp. Friðrik kemur í þáttinn til að ræða samkeppnismál, markaðsráðandi fyrirtæki og vöruverð, en hann hefur erfiða reynslu af því að keppa við stóra aðila á þessum markaði - sagðist meðal annars í grein um daginn vera eini Íslendingurinn sem ekki má kaupa nauðsynjar í Bónusverslunum landsins. Jóhanna Kristjónsdóttir ræðir lýðræðisþróun í Miðausturlöndum, einkum í Sýrlandi og Líbanon. Er hún yfirleitt til staðar, og ef svo er - er hún þá Bandaríkjunum að þakka? Hvernig stendur á því að 70 þúsund manns mótmæla afskiptum Sýrlendinga af innanlandsmálum í Líbanon, en nokkrum dögum síðar kemur sama hálf milljón Líbana til að mótmæla afskiptum Vesturlanda? Er hætta á meiri ófriður blossi upp á svæðinu? Fréttir vikunnar verða einnig til umfjöllunar, þá ekki síst ráðning fréttastjóra á Ríkisútvarpinu, hugsanleg yfirtaka fjárfesta á Morgunblaðinu, Reykjavíkurflugvöllur, upplausn í R-listanum, formannsslagur í Samfylkingunni, sala Símans og væntanlega ýmislegt fleira.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun