Chic choc '60 10. mars 2005 00:01 Tískuhringekjan er að verða búin með sinn rúnt í þetta skiptið en tískuviku í París er að ljúka. Blöðin hér eru almennt sammála um að tískuhönnuðir hafi komið á óvart með sýningum sínum sem voru mjög "chic choc". Það er að segja fatnaðurinn mjög glæsilegur og fágaður (raffiné) en um leið óvæntur (choc). Enn svífur fortíðin yfir vötnum, aðallega í anda sjötta áratugarins, eins og hjá Alexander MacQueen svo dæmis séu tekin en einnig þeim sjöunda. Tískuvikan var einnig undir formerkjum snjókomu og seinkana á flugi svo margir áttu erfitt með að komast til Parísar. Á laugardagskvöld var fatnaður fyrir sýningu Louis Vuitton fastur í flutningabíl í Ölpunum en sýningin var á sunnudag klukkan 15. Þetta sagði mér norsk fyrirsæta sem átti að mæta í mátun klukkan 6.30 á sunnudagsmorgun! Margir hönnuðir virðast líka vera í fínu formi í þetta skiptið. Til dæmis Stella MacCartney (Paulsdóttir bítils) sem var hönnuður Cloé, en á nú sitt tískuhús (Gucci group á reyndar merkið eins og MacQueen). Hún hefur mikið sýnt kvenklæðnað sem minnir á léreftspoka er nú allt í einu farin að koma meira formi á pokana sína og nú minna þeir meira á loftbelgi, bara frekar huggulega, meira segja mátti sjá aðsniðna jakka og þröngar buxur til þess fallnar að sýna líkamann. Stella er sömuleiðis nýbúin að setja á markað ilmvatnið sitt "Stella" sem er alls ekki svo slæmt. Reyndar segja illar tungur að Cloé blómstri nú sem aldrei fyrr eftir að samstarfskona Stellu, Phoebe Philo, tók yfir hönnunina þegar Stella fór til að opna sitt eigið tískuhús. Annað gamalt tískuhús sem er að lifa sitt annað líf er Balenciaga. Þar er hönnuðurinn Nicolas Ghesquière búinn að ná góðum tökum á vinnu sinni og sýndi meðal annars nýja útgáfu á frægum jakka sem í upphafi var hluti af einkennisbúningi flugfreyja hjá franska flugfélaginu Air France 1968. Jean Paul Gaultier er í rokkglamúr-stílnum með þröngar buxur með pallíettum og gærur sem gætu verið íslenskar. Ég hélt nú reyndar að rokkglamúr væri búið að vera því ef ég man rétt var það þemað hjá John Galliano fyrir Dior fyrir nokkrum árum en svona fer tískan í hringi. Sýning Stefano Pilati fyrir Yves Saint Laurent á mánudaginn var hvorki fugl né fiskur, bæði gamaldags og skrítin. Hann er tæplega að bjarga fyrirtækinu með þessu. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískuhringekjan er að verða búin með sinn rúnt í þetta skiptið en tískuviku í París er að ljúka. Blöðin hér eru almennt sammála um að tískuhönnuðir hafi komið á óvart með sýningum sínum sem voru mjög "chic choc". Það er að segja fatnaðurinn mjög glæsilegur og fágaður (raffiné) en um leið óvæntur (choc). Enn svífur fortíðin yfir vötnum, aðallega í anda sjötta áratugarins, eins og hjá Alexander MacQueen svo dæmis séu tekin en einnig þeim sjöunda. Tískuvikan var einnig undir formerkjum snjókomu og seinkana á flugi svo margir áttu erfitt með að komast til Parísar. Á laugardagskvöld var fatnaður fyrir sýningu Louis Vuitton fastur í flutningabíl í Ölpunum en sýningin var á sunnudag klukkan 15. Þetta sagði mér norsk fyrirsæta sem átti að mæta í mátun klukkan 6.30 á sunnudagsmorgun! Margir hönnuðir virðast líka vera í fínu formi í þetta skiptið. Til dæmis Stella MacCartney (Paulsdóttir bítils) sem var hönnuður Cloé, en á nú sitt tískuhús (Gucci group á reyndar merkið eins og MacQueen). Hún hefur mikið sýnt kvenklæðnað sem minnir á léreftspoka er nú allt í einu farin að koma meira formi á pokana sína og nú minna þeir meira á loftbelgi, bara frekar huggulega, meira segja mátti sjá aðsniðna jakka og þröngar buxur til þess fallnar að sýna líkamann. Stella er sömuleiðis nýbúin að setja á markað ilmvatnið sitt "Stella" sem er alls ekki svo slæmt. Reyndar segja illar tungur að Cloé blómstri nú sem aldrei fyrr eftir að samstarfskona Stellu, Phoebe Philo, tók yfir hönnunina þegar Stella fór til að opna sitt eigið tískuhús. Annað gamalt tískuhús sem er að lifa sitt annað líf er Balenciaga. Þar er hönnuðurinn Nicolas Ghesquière búinn að ná góðum tökum á vinnu sinni og sýndi meðal annars nýja útgáfu á frægum jakka sem í upphafi var hluti af einkennisbúningi flugfreyja hjá franska flugfélaginu Air France 1968. Jean Paul Gaultier er í rokkglamúr-stílnum með þröngar buxur með pallíettum og gærur sem gætu verið íslenskar. Ég hélt nú reyndar að rokkglamúr væri búið að vera því ef ég man rétt var það þemað hjá John Galliano fyrir Dior fyrir nokkrum árum en svona fer tískan í hringi. Sýning Stefano Pilati fyrir Yves Saint Laurent á mánudaginn var hvorki fugl né fiskur, bæði gamaldags og skrítin. Hann er tæplega að bjarga fyrirtækinu með þessu.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira