Chic choc '60 10. mars 2005 00:01 Tískuhringekjan er að verða búin með sinn rúnt í þetta skiptið en tískuviku í París er að ljúka. Blöðin hér eru almennt sammála um að tískuhönnuðir hafi komið á óvart með sýningum sínum sem voru mjög "chic choc". Það er að segja fatnaðurinn mjög glæsilegur og fágaður (raffiné) en um leið óvæntur (choc). Enn svífur fortíðin yfir vötnum, aðallega í anda sjötta áratugarins, eins og hjá Alexander MacQueen svo dæmis séu tekin en einnig þeim sjöunda. Tískuvikan var einnig undir formerkjum snjókomu og seinkana á flugi svo margir áttu erfitt með að komast til Parísar. Á laugardagskvöld var fatnaður fyrir sýningu Louis Vuitton fastur í flutningabíl í Ölpunum en sýningin var á sunnudag klukkan 15. Þetta sagði mér norsk fyrirsæta sem átti að mæta í mátun klukkan 6.30 á sunnudagsmorgun! Margir hönnuðir virðast líka vera í fínu formi í þetta skiptið. Til dæmis Stella MacCartney (Paulsdóttir bítils) sem var hönnuður Cloé, en á nú sitt tískuhús (Gucci group á reyndar merkið eins og MacQueen). Hún hefur mikið sýnt kvenklæðnað sem minnir á léreftspoka er nú allt í einu farin að koma meira formi á pokana sína og nú minna þeir meira á loftbelgi, bara frekar huggulega, meira segja mátti sjá aðsniðna jakka og þröngar buxur til þess fallnar að sýna líkamann. Stella er sömuleiðis nýbúin að setja á markað ilmvatnið sitt "Stella" sem er alls ekki svo slæmt. Reyndar segja illar tungur að Cloé blómstri nú sem aldrei fyrr eftir að samstarfskona Stellu, Phoebe Philo, tók yfir hönnunina þegar Stella fór til að opna sitt eigið tískuhús. Annað gamalt tískuhús sem er að lifa sitt annað líf er Balenciaga. Þar er hönnuðurinn Nicolas Ghesquière búinn að ná góðum tökum á vinnu sinni og sýndi meðal annars nýja útgáfu á frægum jakka sem í upphafi var hluti af einkennisbúningi flugfreyja hjá franska flugfélaginu Air France 1968. Jean Paul Gaultier er í rokkglamúr-stílnum með þröngar buxur með pallíettum og gærur sem gætu verið íslenskar. Ég hélt nú reyndar að rokkglamúr væri búið að vera því ef ég man rétt var það þemað hjá John Galliano fyrir Dior fyrir nokkrum árum en svona fer tískan í hringi. Sýning Stefano Pilati fyrir Yves Saint Laurent á mánudaginn var hvorki fugl né fiskur, bæði gamaldags og skrítin. Hann er tæplega að bjarga fyrirtækinu með þessu. Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Tískuhringekjan er að verða búin með sinn rúnt í þetta skiptið en tískuviku í París er að ljúka. Blöðin hér eru almennt sammála um að tískuhönnuðir hafi komið á óvart með sýningum sínum sem voru mjög "chic choc". Það er að segja fatnaðurinn mjög glæsilegur og fágaður (raffiné) en um leið óvæntur (choc). Enn svífur fortíðin yfir vötnum, aðallega í anda sjötta áratugarins, eins og hjá Alexander MacQueen svo dæmis séu tekin en einnig þeim sjöunda. Tískuvikan var einnig undir formerkjum snjókomu og seinkana á flugi svo margir áttu erfitt með að komast til Parísar. Á laugardagskvöld var fatnaður fyrir sýningu Louis Vuitton fastur í flutningabíl í Ölpunum en sýningin var á sunnudag klukkan 15. Þetta sagði mér norsk fyrirsæta sem átti að mæta í mátun klukkan 6.30 á sunnudagsmorgun! Margir hönnuðir virðast líka vera í fínu formi í þetta skiptið. Til dæmis Stella MacCartney (Paulsdóttir bítils) sem var hönnuður Cloé, en á nú sitt tískuhús (Gucci group á reyndar merkið eins og MacQueen). Hún hefur mikið sýnt kvenklæðnað sem minnir á léreftspoka er nú allt í einu farin að koma meira formi á pokana sína og nú minna þeir meira á loftbelgi, bara frekar huggulega, meira segja mátti sjá aðsniðna jakka og þröngar buxur til þess fallnar að sýna líkamann. Stella er sömuleiðis nýbúin að setja á markað ilmvatnið sitt "Stella" sem er alls ekki svo slæmt. Reyndar segja illar tungur að Cloé blómstri nú sem aldrei fyrr eftir að samstarfskona Stellu, Phoebe Philo, tók yfir hönnunina þegar Stella fór til að opna sitt eigið tískuhús. Annað gamalt tískuhús sem er að lifa sitt annað líf er Balenciaga. Þar er hönnuðurinn Nicolas Ghesquière búinn að ná góðum tökum á vinnu sinni og sýndi meðal annars nýja útgáfu á frægum jakka sem í upphafi var hluti af einkennisbúningi flugfreyja hjá franska flugfélaginu Air France 1968. Jean Paul Gaultier er í rokkglamúr-stílnum með þröngar buxur með pallíettum og gærur sem gætu verið íslenskar. Ég hélt nú reyndar að rokkglamúr væri búið að vera því ef ég man rétt var það þemað hjá John Galliano fyrir Dior fyrir nokkrum árum en svona fer tískan í hringi. Sýning Stefano Pilati fyrir Yves Saint Laurent á mánudaginn var hvorki fugl né fiskur, bæði gamaldags og skrítin. Hann er tæplega að bjarga fyrirtækinu með þessu.
Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira