Innlent

Haldið í ellefu til tólf tíma

Ítalska ferðamanninum, sem var handtekinn um helgina grunaður um hryðjuverkastarfsemi, var haldið í ellefu til tólf klukkstundir. Þó hafði hann ekkert unnið sér til saka annað en að vefja trefli um andlitið vegna kuldans hér á landi. Ítalinn Luigi Sposito var í haldi lögreglunnar í ellefu til tólf klukkutíma, en hann var handtekinn þar sem sést hafði til hans taka myndir af Alþingishúsinu með húfu og trefil fyrir hluta andlitsins. Fyrstu sjö til átta tímana sat hann í fangaklefanum án þess að við hann væri rætt að ráði en síðan tóku við um fjögurra klukkutíma yfirheyrslur. Luigi Lambertini, ítalskur vinur Sposito, fór á lögreglustöðina um nóttina til að reyna að ná tali af honum en var snúið við og sagt að koma daginn eftir. Lambertini segir að Spostio hafi bara verið að njóta lífsins og skemmta sér þegar lögreglan hafi komið og fært hann lögreglustöðina. Hann hafi verið handtekinn og sakaður um að vera hryðjuverkamaður, um að taka myndir af þinghúsinu þegar hann var með húfu og trefil og um að hafa teiknað eitthvað á blað. Hann sé ekki hryðjuverkamaður heldur nemi í arkitektúr. Sposito missti af ferð í Bláa lónið vegna þessa og var þeirri stund fegnastur að komast heim til Ítalíu aftur. Lambertini segir að Sposito hafi verið mjög hræddur enda hafi hann aldrei áður farið í fangelsi. Lambertini segist aldrei gleyma því þegar Sposito hafi sagt frá þeirri slæmu tilfinningu sem hann fékk þegar hann heyrði klefadyrnar lokast og fólk öskra og gráta í hinum fangaklefnunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×