Innlent

Nýjar starfsreglur um eftirlit

Nýjar starfsreglur um eftirlit með opinberum byggingum sem tóku gildi eftir 11. september 2001 leiddu til þess að víkingasveit lögreglunnar handtók ítalskan arkitekt um helgina. Eins og Stöð 2 greindir frá í gær sást maðurinn taka myndir af alþingishúsinu og þótti grunsamlegur. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði hátterni mannsins fyrir utan húsið hafa gert það verkum að ástæða þótti að láta lögregluna vita, án þess að vilja skýra nánar þetta hátterni. Sérsveit lögreglunnar handtók manninn á veitingahúsi aðfaranótt laugardags en honum var sleppt eftir að í ljós kom að hann var arkitekt frá Ítalíu sem hafði áhuga á byggingasögu Alþingishússins. Samkvæmt heimildum fréttastofu tóku nýjar verklagsreglur lögreglu gildi í kjölfar hryðjuverkanna haustið 2001 sem gera ráð fyrir stórhertu eftirliti með öllum mannaferðum við opinberar byggingar. Engar upplýsingar fengust frá lögreglu í dag um málið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×