Magnús Þór gagnrýndur eftir áfengismeðferð 8. mars 2005 00:01 "Þegar maður er kominn svona langt í pólitík þýðir ekki að vera að sulla í víni," segir Magnúr Þór Hafsteinsson um ástæður þess að hann fór í meðferð um jólin. "Ég reyndi fyrst að hætta af sjálfsdáðum en þegar ég sá að það gekk ekki leitaði ég til þeirra aðila sem sjá um meðferðir hér á landi. Ég fór inn á Vog og það gekk vel. Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun." Erfiður fjandi Magnús segist hafa byrjað að drekka fimmtán ára gamall. "Nú er ég á fimmtugsaldrinum og taldi rétt að afgreiða þetta mál. Dagsformið, vinnuþrekið og allt annað var farið að líða vegna drykkjunnar. Maður verður bráðari til skapsins og hefur minni stjórna á sér. Það fylgir bara þessum fjanda," segir Magnús en margir muna eftir skrifum Magnúsar á internetið þegar hann sagðist vilja: "sprengja Halldór Blöndal til andskotans." Magnús hlær þegar hann er spurður hvort þetta hafi verið skrifað í ölæði. "Ég hef beðist afsökunar á þessum skrifum og get bara sagt að áfengið hafi verið eitt vandamál sem þurfti að leysa." Átök í flokknum En það er ekki að frumkvæði Magnúsar sem hann ræði um áfengisfíkn sína í fjölmiðlum. Það voru andstæðingar Magnúsar Þórs innan Frjálslynda flokksins sem ákváðu að upplýsa þjóðina um málið á heimasíðu Sigurðar Inga Jónssonar, sem íhugaði að boða sig fram til formanns flokksins: "Það er ekki eins og að við höfum ekki vitað af drykkjuvanda Magnúsar Þórs, sem orðið hefur honum til háðungar og flokknum til skammar, hvort heldur er á spjallþráðum eða í opinberum erindagjörðum. Við vitum hvar hann var vikuna fyrir jól, og hvers vegna það kom til," segir Sigurður á síðunni en hann studdi Gunnar Örlygsson í kosningunum. Betri maður "Mér finnst þetta einfaldlega aumkunarvert hjá Sigurði," segir Magnús Þór. "Ég hef ekki farið leynt með þetta og allir mínir félagar í flokknum og fjölskylda vissu af þessu. Þetta var bara ákveðið vandamál sem ég þurfti að leysa og tugþúsundir Íslendinga hafa lent í því sama. Ef eitthvað er þá hefur þetta gert mig að betri stjórnmálamanni. Ég hef fengið innsýn í þennan alvarlega vanda sem áfengið er í okkar samfélagi." Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
"Þegar maður er kominn svona langt í pólitík þýðir ekki að vera að sulla í víni," segir Magnúr Þór Hafsteinsson um ástæður þess að hann fór í meðferð um jólin. "Ég reyndi fyrst að hætta af sjálfsdáðum en þegar ég sá að það gekk ekki leitaði ég til þeirra aðila sem sjá um meðferðir hér á landi. Ég fór inn á Vog og það gekk vel. Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun." Erfiður fjandi Magnús segist hafa byrjað að drekka fimmtán ára gamall. "Nú er ég á fimmtugsaldrinum og taldi rétt að afgreiða þetta mál. Dagsformið, vinnuþrekið og allt annað var farið að líða vegna drykkjunnar. Maður verður bráðari til skapsins og hefur minni stjórna á sér. Það fylgir bara þessum fjanda," segir Magnús en margir muna eftir skrifum Magnúsar á internetið þegar hann sagðist vilja: "sprengja Halldór Blöndal til andskotans." Magnús hlær þegar hann er spurður hvort þetta hafi verið skrifað í ölæði. "Ég hef beðist afsökunar á þessum skrifum og get bara sagt að áfengið hafi verið eitt vandamál sem þurfti að leysa." Átök í flokknum En það er ekki að frumkvæði Magnúsar sem hann ræði um áfengisfíkn sína í fjölmiðlum. Það voru andstæðingar Magnúsar Þórs innan Frjálslynda flokksins sem ákváðu að upplýsa þjóðina um málið á heimasíðu Sigurðar Inga Jónssonar, sem íhugaði að boða sig fram til formanns flokksins: "Það er ekki eins og að við höfum ekki vitað af drykkjuvanda Magnúsar Þórs, sem orðið hefur honum til háðungar og flokknum til skammar, hvort heldur er á spjallþráðum eða í opinberum erindagjörðum. Við vitum hvar hann var vikuna fyrir jól, og hvers vegna það kom til," segir Sigurður á síðunni en hann studdi Gunnar Örlygsson í kosningunum. Betri maður "Mér finnst þetta einfaldlega aumkunarvert hjá Sigurði," segir Magnús Þór. "Ég hef ekki farið leynt með þetta og allir mínir félagar í flokknum og fjölskylda vissu af þessu. Þetta var bara ákveðið vandamál sem ég þurfti að leysa og tugþúsundir Íslendinga hafa lent í því sama. Ef eitthvað er þá hefur þetta gert mig að betri stjórnmálamanni. Ég hef fengið innsýn í þennan alvarlega vanda sem áfengið er í okkar samfélagi."
Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira