Innlent

Sálgæsla allra fanga efld

"Sjálfsvíg eru eðlilega öllum aðstandendum erfið og margir þurfa aðstoð og hjálp þegar slíkt á sér stað," segir Þórarinn Viðar Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsisstofnun. Gæsluvarðhaldsfangi á Litla-Hrauni fyrirfór sér aðfaranótt laugardags og efla hefur þurft alla sálgæslu fyrir aðra fanga og starfsmenn síðan þá. Er þetta annað sjálfsvígið innan veggja íslenskra fangelsa á skömmum tíma en í nóvember síðastliðnum fyrirfór þrítug kona sér í kvennafangelsinu að Kópavogsbraut. Fram að því höfðu sex ár liðið frá því að slíkt átti sér stað. Þórarinn segir enga einhlíta skýringu á þessu en segir sjálfsvíg innan fangelsa hérlendis þó fátíð. "Ef fólk ætlar sér að fremja sjálfsvíg er yfirleitt hægt að finna leiðir til þess en venjan er sú að ef ótti er um að fangar séu þunglyndir eða líklegir til að taka eigið líf er vakt um það fólk aukin. Það sem gerir þetta erfiðara er að þessir einstaklingar eru lokaðir inni og því vekur það athygli út fyrir fangelsisveggina."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×