Fischer losni eftir tvo daga 7. mars 2005 00:01 Lögfræðingur Bobbys Fischers bindur vonir við að Fischer losni úr fangelsi og geti yfirgefið Japan á afmælisdaginn sinn, eftir tvo daga. Hún fékk vegabréf hans í hendur í dag og Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að Davíð Oddsson og íslenska ríkisstjórnin hafi veitt Fischer stórkostlega aðstoð. Þetta hefur verið viðburðarríkur dagur hjá fólkinu sem vinnur hörðum höndum að því að fá Bobby Fischer lausan úr fangelsi í Japan. Í morgun hitti Sæmundur Pálsson Fischer í fyrsta sinn síðan í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík árið 1972. Sæmundur sagðist hafa átt í mestu erfiðleikum með að þekkja sinn forna vin því hann sé kominn með sítt hár og skegg eftir átta mánaða dvöl í fangelsinu. Síðar í dag fékk lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, svo hið íslenska vegabréf hans í hendur og það ríkti því ósvikin gleði á meðal vina Fischers í dag. Suzuki sagði þetta mjög stórt skref því sé nú sé ljóst að skákmeistarinn geti farið hvert sem er án nokkurra vandræða. Suzuki ætlar að fara í dómsmálaráðuneyti Japans á morgun og hún bindur vonir við að hann losni fljótlega úr prísundinni, jafnvel eftir tvo daga. Það má segja að það yrði táknrænt ef orð Suzukis rætast því ekki á morgun heldur hinn er 9. mars, afmælisdagur Fischers, sem þá verður 62 ára. Sæmundur Pálsson segir þetta vera stóran dag í baráttunni. Hann vonaðist eftir því áður en hann hélt til Japans að geta afhent Fischer vegabréfið í afmælisgjöf. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Lögfræðingur Bobbys Fischers bindur vonir við að Fischer losni úr fangelsi og geti yfirgefið Japan á afmælisdaginn sinn, eftir tvo daga. Hún fékk vegabréf hans í hendur í dag og Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að Davíð Oddsson og íslenska ríkisstjórnin hafi veitt Fischer stórkostlega aðstoð. Þetta hefur verið viðburðarríkur dagur hjá fólkinu sem vinnur hörðum höndum að því að fá Bobby Fischer lausan úr fangelsi í Japan. Í morgun hitti Sæmundur Pálsson Fischer í fyrsta sinn síðan í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík árið 1972. Sæmundur sagðist hafa átt í mestu erfiðleikum með að þekkja sinn forna vin því hann sé kominn með sítt hár og skegg eftir átta mánaða dvöl í fangelsinu. Síðar í dag fékk lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, svo hið íslenska vegabréf hans í hendur og það ríkti því ósvikin gleði á meðal vina Fischers í dag. Suzuki sagði þetta mjög stórt skref því sé nú sé ljóst að skákmeistarinn geti farið hvert sem er án nokkurra vandræða. Suzuki ætlar að fara í dómsmálaráðuneyti Japans á morgun og hún bindur vonir við að hann losni fljótlega úr prísundinni, jafnvel eftir tvo daga. Það má segja að það yrði táknrænt ef orð Suzukis rætast því ekki á morgun heldur hinn er 9. mars, afmælisdagur Fischers, sem þá verður 62 ára. Sæmundur Pálsson segir þetta vera stóran dag í baráttunni. Hann vonaðist eftir því áður en hann hélt til Japans að geta afhent Fischer vegabréfið í afmælisgjöf.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira