Togarastemning í Greiningardeild 6. mars 2005 00:01 Svipmyndir í fréttum sýna ábúðarmikla stráka grúfa sig yfir tölvurnar sínar en hvað eru þeir eiginlega að rýna í? Steingrímur Finnsson er hagfræðingur og einn starfsmanna Greiningardeildar. Hann kippir sér ekkert upp við heimskulegar spurningar blaðamanns og segist ekki vera hissa þó almenningur skilji ekki alltaf um hvað Greiningardeildin snýst. "Þetta skiptist í þrjú horn," segir Steingrímur. "Í fyrsta lagi fylgjumst við með þróun efnahagslífsins hérlendis og erlendis, fylgjumst með gengi krónunnar, atvinnuleysi, verðbólgu og erlendum stýrivaxtahækkunum svo eitthvað sé nefnt. Á hverjum degi gefur svo Greiningardeild út fréttapistilinn ,,Hálffimm fréttir", sem eru helstu fréttir um það sem er að gerast á mörkuðum á hverjum degi. Á um það bil þriggja mánaða fresti gefur efnahagsgreiningin frá sér sérefni um afmarkað efni, síðast var til dæmis fjallað um orsakir hækkana á fasteignamarkaði að undanförnu og haldinn kynningarfundur þar sem mættu 300 manns." Steingrímur segir starfið afar skemmtilegt og alltaf eitthvað nýtt að gerast. "Þetta er aldrei tilbreytingarlaust því viðskiptaumhverfið er svo spennandi og dýnamískt. Við erum þrír hagfræðingar í deildinni og reynum að vera á tánum og fylgjast með öllu. Svo fer alltaf tími í að sinna miðlurunum okkar sem eru að selja útlendingurm skuldabréf, en þeir vilja hafa greiðan aðgang að hagfræðingum." Steingrímur var strax í menntaskóla áhugasamur um tölur og hagfræði og eftir að hafa tekið hagfræðikúrs var framtíð hans ráðin. Nú er hann með BS-gráðu í greininni. Hann segir samt mjög skiljanlegt að fólk sé oft áttavillt í fjármálafrumskóginum. "Maður tekur það oft sem gefið að fólk skilji almenn hugtök eins og stýrivexti og verðbólgu. Það er ekkert sjálfsagt. Það er ekki einu sinni skrýtið þó fólk kunni ekki skil á samspili vaxta og gengis." Steingrímur segir móralinn á vinnustaðnum mjög góðan og í hádeginu hittist menn og lesi upp úr DV. "Ég var einu sinni á sjó og þetta er hálfgerð togarastemning hjá okkur. Þetta eru hressir strákar og ekkert nema gott um móralinn að segja." Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Svipmyndir í fréttum sýna ábúðarmikla stráka grúfa sig yfir tölvurnar sínar en hvað eru þeir eiginlega að rýna í? Steingrímur Finnsson er hagfræðingur og einn starfsmanna Greiningardeildar. Hann kippir sér ekkert upp við heimskulegar spurningar blaðamanns og segist ekki vera hissa þó almenningur skilji ekki alltaf um hvað Greiningardeildin snýst. "Þetta skiptist í þrjú horn," segir Steingrímur. "Í fyrsta lagi fylgjumst við með þróun efnahagslífsins hérlendis og erlendis, fylgjumst með gengi krónunnar, atvinnuleysi, verðbólgu og erlendum stýrivaxtahækkunum svo eitthvað sé nefnt. Á hverjum degi gefur svo Greiningardeild út fréttapistilinn ,,Hálffimm fréttir", sem eru helstu fréttir um það sem er að gerast á mörkuðum á hverjum degi. Á um það bil þriggja mánaða fresti gefur efnahagsgreiningin frá sér sérefni um afmarkað efni, síðast var til dæmis fjallað um orsakir hækkana á fasteignamarkaði að undanförnu og haldinn kynningarfundur þar sem mættu 300 manns." Steingrímur segir starfið afar skemmtilegt og alltaf eitthvað nýtt að gerast. "Þetta er aldrei tilbreytingarlaust því viðskiptaumhverfið er svo spennandi og dýnamískt. Við erum þrír hagfræðingar í deildinni og reynum að vera á tánum og fylgjast með öllu. Svo fer alltaf tími í að sinna miðlurunum okkar sem eru að selja útlendingurm skuldabréf, en þeir vilja hafa greiðan aðgang að hagfræðingum." Steingrímur var strax í menntaskóla áhugasamur um tölur og hagfræði og eftir að hafa tekið hagfræðikúrs var framtíð hans ráðin. Nú er hann með BS-gráðu í greininni. Hann segir samt mjög skiljanlegt að fólk sé oft áttavillt í fjármálafrumskóginum. "Maður tekur það oft sem gefið að fólk skilji almenn hugtök eins og stýrivexti og verðbólgu. Það er ekkert sjálfsagt. Það er ekki einu sinni skrýtið þó fólk kunni ekki skil á samspili vaxta og gengis." Steingrímur segir móralinn á vinnustaðnum mjög góðan og í hádeginu hittist menn og lesi upp úr DV. "Ég var einu sinni á sjó og þetta er hálfgerð togarastemning hjá okkur. Þetta eru hressir strákar og ekkert nema gott um móralinn að segja."
Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira