Magnús endurkjörinn 5. mars 2005 00:01 Magnús Þór Hafsteinsson vann öruggan sigur á Gunnari Örlygssyni í kosningu um varaformannsembættið á landsþingi Frjálslynda flokksins í gær. Tæplega 140 greiddu atkvæði og fékk Magnús Þór 70 prósent gildra atkvæða. Formaðurinn Guðjón Arnar Kristjánsson var einnig endurkjörinn en enginn bauð sig fram gegn honum. Sömu sögu er að segja um Margréti Sverrisdóttur, ritara flokksins. Mikil spenna var í loftinu á Kaffi Reykjavík fram eftir degi í gær. Í upphafi landsþings var ljóst að töluverður hópur fundarmanna vildi hvorki Magnús Þór eða Gunnar í embætti varaformanns og því hófst undirskriftarsöfnun til stuðnings Margréti. Þegar óskað var eftir tilnefningum í embætti varaformanna í gær nefndi fjöldi manna nafn Margrétar en í stuttri ræðu afþakkaði hún að vera tekin til greina í varaformannsembættið hún gaf hins vegar til kynn að hún ætti hugsanlega eftir að leita eftir þessum stuðningi síðar. "Ég tel mig núna vera í mjög sterkri stöðu en eins og í pottinn er búið þá sækist ég ekki eftir embætti varaformanns. Mér þætti hins vegar vænt um að eiga ykkur að þegar ég gef kost á mér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn í framtíðinni," sagði hún við þinggesti. Um fimmtíu þinggestir höfðu undirritað áskorun um að Margrét gæfi kost á sér og sjö atkvæðaseðlar í varaformannskjörinu báru nafn hennar, auk þess sem um fjörutíu þinggestir tóku ekki þátt í kosningunni þegar í ljós kom að Margrét gæfi ekki kost á sér. Gunnar Örlyggson segir niðurstöðu kosninganna ekki hafa komið sér á óvart. "Ég átti von á því að tapa þessu kjöri, alveg sérstaklega eftir að formaðurinn lýsti því yfir í upphafi baráttunnar að hann tæki afstöðu með Magnúsi," segir Gunnar en tekur fram að hann virði afstöðu Guðjóns Arnars. "Ég held að það mikla persónufylgi sem okkar formaður nýtur hafi ráðið úrsiltum," segir Gunnar. "Að sjálfsögðu skiptir stuðningur Guðjóns Arnars mjög miklu máli. Við höfum alltaf átt vel saman alveg frá fyrstu stundu," segir Magnús Þór Hafsteinsson. Hann kvaðst mjög þakklátur fyrir stuðninginn og sagði að nú þyrfti að skoða hvernig hægt væri að koma til móts við það sjónarmið Gunnars, sem hann lagði upp í kosningabaráttuna með, að Frjálslyndi flokkurinn ætti að færast lengra til hægri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Magnús Þór Hafsteinsson vann öruggan sigur á Gunnari Örlygssyni í kosningu um varaformannsembættið á landsþingi Frjálslynda flokksins í gær. Tæplega 140 greiddu atkvæði og fékk Magnús Þór 70 prósent gildra atkvæða. Formaðurinn Guðjón Arnar Kristjánsson var einnig endurkjörinn en enginn bauð sig fram gegn honum. Sömu sögu er að segja um Margréti Sverrisdóttur, ritara flokksins. Mikil spenna var í loftinu á Kaffi Reykjavík fram eftir degi í gær. Í upphafi landsþings var ljóst að töluverður hópur fundarmanna vildi hvorki Magnús Þór eða Gunnar í embætti varaformanns og því hófst undirskriftarsöfnun til stuðnings Margréti. Þegar óskað var eftir tilnefningum í embætti varaformanna í gær nefndi fjöldi manna nafn Margrétar en í stuttri ræðu afþakkaði hún að vera tekin til greina í varaformannsembættið hún gaf hins vegar til kynn að hún ætti hugsanlega eftir að leita eftir þessum stuðningi síðar. "Ég tel mig núna vera í mjög sterkri stöðu en eins og í pottinn er búið þá sækist ég ekki eftir embætti varaformanns. Mér þætti hins vegar vænt um að eiga ykkur að þegar ég gef kost á mér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn í framtíðinni," sagði hún við þinggesti. Um fimmtíu þinggestir höfðu undirritað áskorun um að Margrét gæfi kost á sér og sjö atkvæðaseðlar í varaformannskjörinu báru nafn hennar, auk þess sem um fjörutíu þinggestir tóku ekki þátt í kosningunni þegar í ljós kom að Margrét gæfi ekki kost á sér. Gunnar Örlyggson segir niðurstöðu kosninganna ekki hafa komið sér á óvart. "Ég átti von á því að tapa þessu kjöri, alveg sérstaklega eftir að formaðurinn lýsti því yfir í upphafi baráttunnar að hann tæki afstöðu með Magnúsi," segir Gunnar en tekur fram að hann virði afstöðu Guðjóns Arnars. "Ég held að það mikla persónufylgi sem okkar formaður nýtur hafi ráðið úrsiltum," segir Gunnar. "Að sjálfsögðu skiptir stuðningur Guðjóns Arnars mjög miklu máli. Við höfum alltaf átt vel saman alveg frá fyrstu stundu," segir Magnús Þór Hafsteinsson. Hann kvaðst mjög þakklátur fyrir stuðninginn og sagði að nú þyrfti að skoða hvernig hægt væri að koma til móts við það sjónarmið Gunnars, sem hann lagði upp í kosningabaráttuna með, að Frjálslyndi flokkurinn ætti að færast lengra til hægri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira