Vilja Fischer út fyrir afmæli hans 4. mars 2005 00:01 Opinn flugmiði til Íslands bíður nú Bobbys Fischers og vonast stuðningsmenn hans til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda fyrir 62 ára afmæli sitt þann 9. mars næstkomandi. Mikil þátttaka var á blaðamannafundi sem stuðningsmenn Fischers héldu í Tókýó í morgun. Á blaðamannafundinum var gerð grein fyrir útlendingavegabréfinu sem gefið hefur verið út fyrir Bobby Fischer hér á landi. Einnig kom fram að keyptur hefur verið opinn flugmiði til Íslands fyrir Fischer og var skorað á japönsk yfirvöld að leysa hann úr haldi. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að stuðningsmenn hans hafi lýst vonbrigðum sínum með að japönsk yfirvöld hefðu enn ekki heimilað þeim að heimsækja hann í innflytjendabúðirnar þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Sæmundur segir að á fundinn hefðu komið blaðamenn hvaðanæva að, m.a. breskir, bandarískir og japanskir, sem hefðu spurt ýmissa spurninga. Fram hefði komið á fundinum að sendinefndin frá Íslandi væri óánægð með japönsk stjórnvöld og hversu illsamvinnþýð þau væru þrátt fyrir góða framkomu íslenskra stjórnvalda sem reynt hafi að gera allt sem þau gætu fyrir sendinefndina. Sæmundur sagði ekki ljóst hvernig færi með vegabréfið en sendinefndin vonaðist til að það kæmist í hendur lögmanns Fischers fljótlega. Hann segist aðspurður ekki hafa fengið nein viðbrögð frá japönskum stjórnvöldum varðandi málið en beðið hefði verið um fund með þeim. Þeirri beiðni hefði ekki verið svarað fyrir lokun skrifstofa í dag sem hafi verið um það leyti sem blaðamannafundinum lauk. Sendinefndin yrði í sambandi við sendiherra Íslands í Japan um helgina til þess að ræða málið. Aðspurður hvernig staðan í málinu blasti við stuðningsmönnum Fischers sagði Sæmundur að þeim fyndist hún slæm því ekki væri ljóst hvers vegna það hefði verið bannað að heimsækja Fischer í fyrradag og í dag, en engar heimsóknir séu leyfðar um helgar. Fischer hefði verið settur einangrun og ástæðan væri líklega sú að eitthvað hefði komið upp á hjá honum en ekki að stuðningsmenn hans hefðu verið svo hættulegir. Sæmundur segir stuðningsmennina vonast til að ná Fischer út fyrir afmælisdaginn hans, 9. mars. Það sé ekki borin von að það takist. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Opinn flugmiði til Íslands bíður nú Bobbys Fischers og vonast stuðningsmenn hans til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda fyrir 62 ára afmæli sitt þann 9. mars næstkomandi. Mikil þátttaka var á blaðamannafundi sem stuðningsmenn Fischers héldu í Tókýó í morgun. Á blaðamannafundinum var gerð grein fyrir útlendingavegabréfinu sem gefið hefur verið út fyrir Bobby Fischer hér á landi. Einnig kom fram að keyptur hefur verið opinn flugmiði til Íslands fyrir Fischer og var skorað á japönsk yfirvöld að leysa hann úr haldi. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að stuðningsmenn hans hafi lýst vonbrigðum sínum með að japönsk yfirvöld hefðu enn ekki heimilað þeim að heimsækja hann í innflytjendabúðirnar þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Sæmundur segir að á fundinn hefðu komið blaðamenn hvaðanæva að, m.a. breskir, bandarískir og japanskir, sem hefðu spurt ýmissa spurninga. Fram hefði komið á fundinum að sendinefndin frá Íslandi væri óánægð með japönsk stjórnvöld og hversu illsamvinnþýð þau væru þrátt fyrir góða framkomu íslenskra stjórnvalda sem reynt hafi að gera allt sem þau gætu fyrir sendinefndina. Sæmundur sagði ekki ljóst hvernig færi með vegabréfið en sendinefndin vonaðist til að það kæmist í hendur lögmanns Fischers fljótlega. Hann segist aðspurður ekki hafa fengið nein viðbrögð frá japönskum stjórnvöldum varðandi málið en beðið hefði verið um fund með þeim. Þeirri beiðni hefði ekki verið svarað fyrir lokun skrifstofa í dag sem hafi verið um það leyti sem blaðamannafundinum lauk. Sendinefndin yrði í sambandi við sendiherra Íslands í Japan um helgina til þess að ræða málið. Aðspurður hvernig staðan í málinu blasti við stuðningsmönnum Fischers sagði Sæmundur að þeim fyndist hún slæm því ekki væri ljóst hvers vegna það hefði verið bannað að heimsækja Fischer í fyrradag og í dag, en engar heimsóknir séu leyfðar um helgar. Fischer hefði verið settur einangrun og ástæðan væri líklega sú að eitthvað hefði komið upp á hjá honum en ekki að stuðningsmenn hans hefðu verið svo hættulegir. Sæmundur segir stuðningsmennina vonast til að ná Fischer út fyrir afmælisdaginn hans, 9. mars. Það sé ekki borin von að það takist.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira