Þyngstu refsingar krafist 3. mars 2005 00:01 Í dag hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Hákoni Eydal, banamanni Sri Rahmawati. Ákært er fyrir manndráp af ásetningi og krafist þyngstu refsingar sem íslensk lög leyfa. Enn fremur verður gerð krafa um 22 milljónir í skaðabætur fyrir þrjú börn Sri. Þegar liggur fyrir játning Hákonar en morðið átti sér stað á heimili hans hinn fjórða júlí í sumar. Er honum gefið að sök að hafa slegið Sri meðvitundarlausa með kúbeini og endanlega ráðið henni bana með því að þrengja að hálsi hennar með belti. Við þingfestingu málsins viðurkenndi Hákon verknaðinn en sagðist ekki muna hversu oft hann hefði slegið kúbeininu í höfuð Sri né heldur hversu oft hann hefði þrengt að hálsi hennar eftir á. Hákon hefur hins vegar lýst yfir óánægju sinni með niðurstöðu geðrannsóknar sem hann var látinn gangast undir, sem hann taldi bæði ónákvæma og ranga að sumu leyti. Var hann þar fundinn sakhæfur en verjandi Hákons segir dómstólsins að meta það. @.mfyr:Gaf sig eftir þrjár vikur Þrátt fyrir að Hákon hafi strax í upphafi legið undir grun lögreglu um að vera valdur að hvarfi og síðar morðinu á barnsmóður sinni og fyrrum sambýliskonu, Sri Rahmawati, gengu yfirheyrslur yfir honum illa. Tjáði hann sig lítið sem ekkert í hartnær þrjár vikur og neitaði staðfastlega sök í málinu jafnvel eftir að staðfest var að blóð sem fannst bæði í íbúð hans og bíl væri örugglega úr Sri. Var mikil leit gerð að Sri á þessum tíma án árangurs og ekki komst skriður á rannsókn málsins fyrr en 27. júlí, þegar Hákon loks játaði að hafa losað sig við lík Sri á Kjalarnesi. Daginn eftir gekkst hann við morðinu. Þá hafði lögregla hafið mikla leit að líki Sri við Hólsvík á Kjalarnesi en skammt þar frá átti fjölskylda Hákonar sumarbústað. Fljótlega varð lögreglu ljóst að sú staðsetning kom ekki heim og saman við frásögn Hákons og við frekari yfirheyrslur benti hann að lokum á hraunsprungu í landi Hafnarfjarðar þar sem lík Sri og kúbeinið sem Hákon notaði við morðið fundust hinn þriðja ágúst. @.mfyr:Farið fram á ævilangt fangelsi Í 211. grein íslenskra hegningarlaga segir að hver sá sem svipti annan mann lífi skuli sæta fangelsi, ekki skemur en fimm ár, eða ævilangt. Hin almenna skilgreining á ævilöngu fangelsi fyrir íslenskum dómstólum er 16 ára fangelsi en minnst tvisvar hafa harðari dómar fallið vegna manndráps. Ómar Smári Ármannsson, sem hafði umsjón með rannsókn á máli Hákons fyrir hönd lögreglunnar í Reykjavík, vill ekki meina að rannsókn málsins hafi gengið illa og Hákon verið ósamvinnuþýður þrátt fyrir að tjá sig ekkert í þrjár vikur og gefa síðan lögreglu rangar upplýsingar. "Í fyrsta lagi er það hans réttur að segja ekkert og hann verður ekkert dæmdur af því. Hins vegar eru fordæmi fyrir að dómstólar taki tillit til þess ef sakborningur er samvinnuþýður og það er dómsins að meta hvort svo var í þessu tilfelli." Engin sérstök refsiákvæði eru í íslenskum lögum við því að afvegaleiða lögreglu eins og Hákon gerði þegar hann sagðist hafa hent líki Sri fram af klettum við Kjalarnes. Af frásögn hans leiddi mikil og kostnaðarsöm leit sem svo reyndist vera á villigötum við nánari yfirheyrslur. Ragnheiður Harðardóttir saksóknari sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins en hún segir ekki farið fram á ákveðna refsingu til handa Hákoni þrátt fyrir að það orðalag hafi verið notað í ákæruskjali Ríkissaksóknara þegar málið var þingfest. "Það er ekki sérstaklega farið fram á lágmark eða hámark áður en málið kemur fyrir dómstóla, heldur tekið tillit til þess sem ákæruvaldið telur eðlilega refsiákvörðun." Ragnheiður segir ekki algilt að farið sé fram á ævilangt fangelsi fyrir manndrápsmál af þessu tagi. Til þess séu mál of ólík og velti á of mörgum atriðum til að eitt gangi yfir alla. Verjandi Hákons, Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður, viðurkennir að á brattann sé að sækja fyrir skjólstæðing sinn. "Það sem hefur ekki komið skýrt fram og hefur mikið með mál hans að gera er að það var mikill aðdragandi að þessu öllu. Fáir vita til dæmis að Sri meinaði honum að sjá og hafa barnið sitt og hann var búinn að ganga í gegnum miklar þrautir vegna þess. Að því leyti á hann skilið að fá vægari dóm en sá sem fremur morð vegna peninga eða þess konar hluta. Hins vegar skemmir fyrir hvernig hann lét eftir handtökuna og það verður mitt hlutverk í þessum réttarhöldum að lágmarka þá refsingu sem dómurinn ákveður." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í dag hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Hákoni Eydal, banamanni Sri Rahmawati. Ákært er fyrir manndráp af ásetningi og krafist þyngstu refsingar sem íslensk lög leyfa. Enn fremur verður gerð krafa um 22 milljónir í skaðabætur fyrir þrjú börn Sri. Þegar liggur fyrir játning Hákonar en morðið átti sér stað á heimili hans hinn fjórða júlí í sumar. Er honum gefið að sök að hafa slegið Sri meðvitundarlausa með kúbeini og endanlega ráðið henni bana með því að þrengja að hálsi hennar með belti. Við þingfestingu málsins viðurkenndi Hákon verknaðinn en sagðist ekki muna hversu oft hann hefði slegið kúbeininu í höfuð Sri né heldur hversu oft hann hefði þrengt að hálsi hennar eftir á. Hákon hefur hins vegar lýst yfir óánægju sinni með niðurstöðu geðrannsóknar sem hann var látinn gangast undir, sem hann taldi bæði ónákvæma og ranga að sumu leyti. Var hann þar fundinn sakhæfur en verjandi Hákons segir dómstólsins að meta það. @.mfyr:Gaf sig eftir þrjár vikur Þrátt fyrir að Hákon hafi strax í upphafi legið undir grun lögreglu um að vera valdur að hvarfi og síðar morðinu á barnsmóður sinni og fyrrum sambýliskonu, Sri Rahmawati, gengu yfirheyrslur yfir honum illa. Tjáði hann sig lítið sem ekkert í hartnær þrjár vikur og neitaði staðfastlega sök í málinu jafnvel eftir að staðfest var að blóð sem fannst bæði í íbúð hans og bíl væri örugglega úr Sri. Var mikil leit gerð að Sri á þessum tíma án árangurs og ekki komst skriður á rannsókn málsins fyrr en 27. júlí, þegar Hákon loks játaði að hafa losað sig við lík Sri á Kjalarnesi. Daginn eftir gekkst hann við morðinu. Þá hafði lögregla hafið mikla leit að líki Sri við Hólsvík á Kjalarnesi en skammt þar frá átti fjölskylda Hákonar sumarbústað. Fljótlega varð lögreglu ljóst að sú staðsetning kom ekki heim og saman við frásögn Hákons og við frekari yfirheyrslur benti hann að lokum á hraunsprungu í landi Hafnarfjarðar þar sem lík Sri og kúbeinið sem Hákon notaði við morðið fundust hinn þriðja ágúst. @.mfyr:Farið fram á ævilangt fangelsi Í 211. grein íslenskra hegningarlaga segir að hver sá sem svipti annan mann lífi skuli sæta fangelsi, ekki skemur en fimm ár, eða ævilangt. Hin almenna skilgreining á ævilöngu fangelsi fyrir íslenskum dómstólum er 16 ára fangelsi en minnst tvisvar hafa harðari dómar fallið vegna manndráps. Ómar Smári Ármannsson, sem hafði umsjón með rannsókn á máli Hákons fyrir hönd lögreglunnar í Reykjavík, vill ekki meina að rannsókn málsins hafi gengið illa og Hákon verið ósamvinnuþýður þrátt fyrir að tjá sig ekkert í þrjár vikur og gefa síðan lögreglu rangar upplýsingar. "Í fyrsta lagi er það hans réttur að segja ekkert og hann verður ekkert dæmdur af því. Hins vegar eru fordæmi fyrir að dómstólar taki tillit til þess ef sakborningur er samvinnuþýður og það er dómsins að meta hvort svo var í þessu tilfelli." Engin sérstök refsiákvæði eru í íslenskum lögum við því að afvegaleiða lögreglu eins og Hákon gerði þegar hann sagðist hafa hent líki Sri fram af klettum við Kjalarnes. Af frásögn hans leiddi mikil og kostnaðarsöm leit sem svo reyndist vera á villigötum við nánari yfirheyrslur. Ragnheiður Harðardóttir saksóknari sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins en hún segir ekki farið fram á ákveðna refsingu til handa Hákoni þrátt fyrir að það orðalag hafi verið notað í ákæruskjali Ríkissaksóknara þegar málið var þingfest. "Það er ekki sérstaklega farið fram á lágmark eða hámark áður en málið kemur fyrir dómstóla, heldur tekið tillit til þess sem ákæruvaldið telur eðlilega refsiákvörðun." Ragnheiður segir ekki algilt að farið sé fram á ævilangt fangelsi fyrir manndrápsmál af þessu tagi. Til þess séu mál of ólík og velti á of mörgum atriðum til að eitt gangi yfir alla. Verjandi Hákons, Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður, viðurkennir að á brattann sé að sækja fyrir skjólstæðing sinn. "Það sem hefur ekki komið skýrt fram og hefur mikið með mál hans að gera er að það var mikill aðdragandi að þessu öllu. Fáir vita til dæmis að Sri meinaði honum að sjá og hafa barnið sitt og hann var búinn að ganga í gegnum miklar þrautir vegna þess. Að því leyti á hann skilið að fá vægari dóm en sá sem fremur morð vegna peninga eða þess konar hluta. Hins vegar skemmir fyrir hvernig hann lét eftir handtökuna og það verður mitt hlutverk í þessum réttarhöldum að lágmarka þá refsingu sem dómurinn ákveður."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira