Innlent

Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum var framlengt í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Mennirnir eru báðir grunaðir um aðild að stórum fíkniefnamálum. Varðhaldið yfir öðrum mannanna var framlengt til 6. apríl en hann var handtekinn í Vesturbæ Reykjavíkur þegar hann gerði tilraun til að taka við fjórum kílóum af amfetamíni sem Þjóðverji hafði reynt að smygla inn til landsins. Hinn maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. apríl, sem er sex vikna framlenging, en hann er grunaður um að eiga hlut í stóru fíkniefnamáli á síðasta ári þegar meðal annars á annan tug kílóa af amfetamíni var flutt inn í tveimur ferðum með Dettifossi. Rannsókn málanna beggja er á lokastigi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×