Ísland flytur vopn til Íraks 2. mars 2005 00:01 Íslensk stjórnvöld hafa tekið að sér að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi nú síðdegis að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi þó í neyðar- og mannúðaraðstoð. Þessar uppýsingar komu fram í utandagskrárumræðu sem Steingrímur J. Sigfússon hóf um stuðning Íslands við þjálfun írakskra öryggissveita. Davíð Oddsson varð fyrir svörum og sagði stuðning Íslands við þjálfun írakskra lögreglu- og hermanna á vegum NATO felast í fyrsta lagi í því að kosta flutning á búnaði fyrir öryggissveitirnar til Íraks. „Nú liggur fyrir að Ísland muni greiða fyrir flutning með flugvélum á rúmlega 500 tonnum af vopnum og skotfærum sem Slóvenar gefa Írökum. Kostnaðurinn verður um 40 milljónir króna,“ sagði Davíð. Í öðru lagi hefur Ísland lagt rúmar tólf milljónir króna í sjóð bandalagsins sem greiðir ferðir og uppihald manna úr írökskum öryggissveitum vegna þjálfunar utanlands. Loks er Íslendingur kominn til Íraks sem starfa mun sem upplýsingafulltrúi hjá þjálfunarsveitum NATO í landinu. Næst steig Steingrímur í pontu og sagði að það væri sem sagt um að ræða 60-70 milljónir hið minnsta sem Íslendingar leggðu í hergagnaflutninga og herþjálfun í Írak. „Og bætist það þá við hið sögulega framlag okkar til Afgana að flytja þangað skriðdreka. Mikið hlýtur þjóðinni að líða betur að vita af þessu framlagi sínu,“ sagði Steingrímur. Davíð Oddsson benti að öll bandalagsríki NATO tækju þátt í þjálfun írakskra öryggissveita og gat þess að Ísland hefði varið 300 milljónum króna til mannúðaraðstoðar í Írak. Hún yrði hins vegar ekki veitt nema öryggi væri tryggt svæðinu og því þurfi hvort tveggja að fara saman. Og Davíð ítrekaði að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi í neyðar- og mannúðaraðstoð, eða um 80-85%. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa tekið að sér að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi nú síðdegis að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi þó í neyðar- og mannúðaraðstoð. Þessar uppýsingar komu fram í utandagskrárumræðu sem Steingrímur J. Sigfússon hóf um stuðning Íslands við þjálfun írakskra öryggissveita. Davíð Oddsson varð fyrir svörum og sagði stuðning Íslands við þjálfun írakskra lögreglu- og hermanna á vegum NATO felast í fyrsta lagi í því að kosta flutning á búnaði fyrir öryggissveitirnar til Íraks. „Nú liggur fyrir að Ísland muni greiða fyrir flutning með flugvélum á rúmlega 500 tonnum af vopnum og skotfærum sem Slóvenar gefa Írökum. Kostnaðurinn verður um 40 milljónir króna,“ sagði Davíð. Í öðru lagi hefur Ísland lagt rúmar tólf milljónir króna í sjóð bandalagsins sem greiðir ferðir og uppihald manna úr írökskum öryggissveitum vegna þjálfunar utanlands. Loks er Íslendingur kominn til Íraks sem starfa mun sem upplýsingafulltrúi hjá þjálfunarsveitum NATO í landinu. Næst steig Steingrímur í pontu og sagði að það væri sem sagt um að ræða 60-70 milljónir hið minnsta sem Íslendingar leggðu í hergagnaflutninga og herþjálfun í Írak. „Og bætist það þá við hið sögulega framlag okkar til Afgana að flytja þangað skriðdreka. Mikið hlýtur þjóðinni að líða betur að vita af þessu framlagi sínu,“ sagði Steingrímur. Davíð Oddsson benti að öll bandalagsríki NATO tækju þátt í þjálfun írakskra öryggissveita og gat þess að Ísland hefði varið 300 milljónum króna til mannúðaraðstoðar í Írak. Hún yrði hins vegar ekki veitt nema öryggi væri tryggt svæðinu og því þurfi hvort tveggja að fara saman. Og Davíð ítrekaði að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi í neyðar- og mannúðaraðstoð, eða um 80-85%.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira