Innlent

Banaslys á Snorrabraut

Banaslys varð á Snorrabraut fyrir utan Austurbæ laust fyrir klukkan tíu í gærmorgun. Ekið var á eldri konu sem var á leið yfir götuna og er talið að hún hafi látist nær samstundis. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Ekki var ljóst hvort ökumaður bifreiðarinnar ók yfir löglegum hámarkshraða en ökuhraði á Snorrabraut er jafnan mikill. Stálgrindverk er á umferðareyju á Snorrabrautinni og var hugmyndin með því upphaflega að koma í veg fyrir umferð gangandi vegfarenda. Þar sem ýmsir létu sér ekki segjast og stukku yfir grindverkið voru sett tvö hlið til að koma í veg fyrir það. Ekki þykir ólíklegt að konan sem lést hafi verið á leið þar yfir götuna þegar atvikið átti sér stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×