Reyna að leysa mál Fischers 1. mars 2005 00:01 Íslensk sendinefnd hélt til Japans í dag til að knýja á um lausn skáksnillingsins Bobbys Fischers. Sæmundur Pálsson sem þegar er kominn til Japans segist hlakka til að hitta þennan forna vin sinn. Sæmundur Pálsson, vinur skákmeistarans Bobbys Fischers, fær að heimsækja hann á morgun. Þeir munu ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Í dag fór sérstök sendinefnd frá Íslandi til Japans til að knýja á um að Fischer yrði látinn laus. Garðar Sverrisson í stuðningshópi Fischers segir að verið sé að bregðast við ósk Fischers og nánustu stuðningsmanna hans í Japan um að fylgja eftir þeim þrýstingi sem íslensk stjórnvöld hafi þegar sett á þau japönsku um að leysa Fischer úr varðhaldi og veita honum greiða og örugga heimför. Það var Bobby Fischer sjálfur sem óskaði eftir því að sendinefndin kæmi til Japans en nefndin hefur þegar óskað eftir fundum með utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra Japans. Verði Bobby Fischer enn í haldi í byrjun næstu viku hefur nefndin verið beðin um að koma fram á fréttamannafundi í Tókýó næstkomandi mánudag þar sem gerð verður grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa komið fram áður. Sæmundur Pálsson er bjartsýnn á að Bobby Fischer verði látinn laus og fái að koma til Íslands. Hann segir að hann hafi ekki verið sérlega bjartsýnn áður en hann hafi rætt við Davíð Oddsson utanríkisráðherra síðastliðinn föstudag. Eftir það samtal hafi honum liðið mun betur. Hann sé bjartsýnn núna og menn færu ekki svo langt ferðalag öðruvísi. John Bosnitch í stuðningsmannahópi Fischers í Japan segist aðspurður vona að málið leysist innan tveggja vikna því hann geti ekki ímyndað sér að íslensk stjórnvöld sendi vegabréf til Japans en afhendi Fischer það ekki. Því gangi hann út frá því að tilgangurinn með því að senda vegabréfið sé að afhenda Fischer það. Sæmundur hitti Fischer í fyrsta skipti í 33 ár á morgun. Aðspurður hvernig það leggist í hann segir Sæmundur að tilhlökkunin sé meiri en kvíðinn. Að vísu viti hann að þeir hafi báðir breyst mikið á þeim tíma sem liðinn er en þetta verði eflaust ánægjufundir. Sendinefndin, sem hélt utan í dag, segist hafa tromp uppi í erminni sem verði spilað út ef annað þrýtur og japönsk stjórnvöld neiti að láta Fischer lausan. Hvað þetta leynivopn er, verður þó ekki gefið upp að svo stöddu. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Íslensk sendinefnd hélt til Japans í dag til að knýja á um lausn skáksnillingsins Bobbys Fischers. Sæmundur Pálsson sem þegar er kominn til Japans segist hlakka til að hitta þennan forna vin sinn. Sæmundur Pálsson, vinur skákmeistarans Bobbys Fischers, fær að heimsækja hann á morgun. Þeir munu ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Í dag fór sérstök sendinefnd frá Íslandi til Japans til að knýja á um að Fischer yrði látinn laus. Garðar Sverrisson í stuðningshópi Fischers segir að verið sé að bregðast við ósk Fischers og nánustu stuðningsmanna hans í Japan um að fylgja eftir þeim þrýstingi sem íslensk stjórnvöld hafi þegar sett á þau japönsku um að leysa Fischer úr varðhaldi og veita honum greiða og örugga heimför. Það var Bobby Fischer sjálfur sem óskaði eftir því að sendinefndin kæmi til Japans en nefndin hefur þegar óskað eftir fundum með utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra Japans. Verði Bobby Fischer enn í haldi í byrjun næstu viku hefur nefndin verið beðin um að koma fram á fréttamannafundi í Tókýó næstkomandi mánudag þar sem gerð verður grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa komið fram áður. Sæmundur Pálsson er bjartsýnn á að Bobby Fischer verði látinn laus og fái að koma til Íslands. Hann segir að hann hafi ekki verið sérlega bjartsýnn áður en hann hafi rætt við Davíð Oddsson utanríkisráðherra síðastliðinn föstudag. Eftir það samtal hafi honum liðið mun betur. Hann sé bjartsýnn núna og menn færu ekki svo langt ferðalag öðruvísi. John Bosnitch í stuðningsmannahópi Fischers í Japan segist aðspurður vona að málið leysist innan tveggja vikna því hann geti ekki ímyndað sér að íslensk stjórnvöld sendi vegabréf til Japans en afhendi Fischer það ekki. Því gangi hann út frá því að tilgangurinn með því að senda vegabréfið sé að afhenda Fischer það. Sæmundur hitti Fischer í fyrsta skipti í 33 ár á morgun. Aðspurður hvernig það leggist í hann segir Sæmundur að tilhlökkunin sé meiri en kvíðinn. Að vísu viti hann að þeir hafi báðir breyst mikið á þeim tíma sem liðinn er en þetta verði eflaust ánægjufundir. Sendinefndin, sem hélt utan í dag, segist hafa tromp uppi í erminni sem verði spilað út ef annað þrýtur og japönsk stjórnvöld neiti að láta Fischer lausan. Hvað þetta leynivopn er, verður þó ekki gefið upp að svo stöddu.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira